Hoppa yfir valmynd
24. maí 2013 Forsætisráðuneytið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nýr forsætisráðherra

Nýr ráðherra tekur við lyklum að Stjórnarráðshúsinu
Nýr ráðherra tekur við lyklum að Stjórnarráðshúsinu

Nýr forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók í dag, 23. maí 2013, við embætti af Jóhönnu Sigurðardóttur, sem gengt hefur starfi forsætisráðherra frá 1. febrúar 2009.

Sigmundur Davíð er fæddur í Reykjavík árið 1975. Hann hefur verið formaður Framsóknarflokksins frá árinu 2009 en sama ár var hann fyrst kosinn á Alþingi. Hann var þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður á síðasta kjörtímabili en þingmaður Norðausturkjördæmis frá síðustu þingkosningum.

Sigmundur Davíð er kvæntur Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur og eiga þau eina dóttur.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum