Hoppa yfir valmynd
24. júní 2013 Forsætisráðuneytið

Fundur forsætisráðherra með Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur
Forsætisráðherrar Íslands og Danmerkur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti í dag fund með forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt, í Kaupmannahöfn. 

Á fundinum ræddu forsætisráðherrarnir um traust og gott samstarf Íslands og Danmerkur, bæði tvíhliða og á alþjóðavettvangi.  Forsætisráðherra gerði grein fyrir áherslum nýrrar ríkisstjórnar varðandi efnahagsmál, m.a. einföldun skattkerfis og úrræði fyrir skuldsett heimili.  Einnig var rætt um áherslur á alþjóðavettvangi, m.a. hlé  á viðræðum við Evrópusambandið, aukna áherslu á Norðurslóðamál, norræna samvinnu og vest-norrænt samstarf.  Jafnframt ræddu þau hvernig þróa mætti aukið samstarf Norðurlanda með það að markmiði m.a. að efla hagvöxt. Þá fóru ráðherrarnir yfir stöðu mála varðandi viðræður um makrílveiðar.

Fundurinn var haldinn í Marienborg, sumarsetri forsætisráðherra fyrir utan Kaupmannahöfn. Að loknum fundinum héldu ráðherrarnir sameiginlegan blaðamannafund.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum