Hoppa yfir valmynd
25. september 2013 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra heimsækir Þjóðminjasafn Íslands

Heimsókn forsætisráðherra á Þjóðminjasafn Íslands
Heimsókn forsætisráðherra á Þjóðminjasafn Íslands

Forsætisráðherra heimsótti Þjóðminjasafn Íslands síðdegis í gær og hitti starfsfólk safnsins og fræddist um starfsemi þess. Í heimsókn sinni skoðaði ráðherra grunnsýningu safnsins og hátíðarsýninguna Silfur Íslands. Jafnframt var bókakostur Þjóðminjasafns sem og geymslur þess við Vesturvör í Reykjavík skoðaðar auk þess sem ráðherra fræddist um húsasafn Þjóðminjasafnsins. Dagskrá forsætisráðherra lauk með kynningu í Þjóðmenningarhúsi á áformum safnsins varðandi uppbyggingu þar í næstu framtíð.


Með forsetaúrskurði nr. 71/2013 voru málefni tengd varðveislu menningararfsins og minjavernd færð undir forsætisráðuneytið og í samræmi við það heyrir Þjóðminjasafn Íslands undir forsætisráðuneytið. 


Heimsókn forsætisráðherra á Þjóðminjasafn Íslands
Heimsókn forsætisráðherra á Þjóðminjasafn Íslands

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum