Hoppa yfir valmynd
23. október 2013 Forsætisráðuneytið

Afgreiðsla undanþága frá upplýsingalögum

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um veitingu undanþága frá upplýsingalögum til fyrirtækja í meirihlutaeigu hins opinbera, sem starfa í samkeppni á markaði, vill forsætisráðuneytið taka fram að allar slíkar undanþágur voru veittar á grundvelli tillagna frá viðkomandi ráðherra eins og mælt er fyrir um í upplýsingalögum. Jafnframt óskaði forsætisráðuneytið umsagnar Samkeppniseftirlitsins um allar tillögur ráðherra eins og því er skylt samkvæmt lögunum. Sumar tillögurnar bárust hins vegar það seint til forsætisráðuneytisins og í framhaldinu Samkeppniseftirlitsins að því var ekki fært að veita umsögn í tæka tíð fyrir 1. júlí 2013 en þann dag tók viðkomandi ákvæði upplýsingalaga gildi. Í þeirri stöðu var brýnt að veita undanþágur til bráðabirgða samkvæmt fyrirliggjandi tillögum frá ráðherrum meðal annars vegna þess að ella hefði samkeppnislegum hagsmunum umræddra fyrirtækja og neytenda hugsanlega verið stefnt í tvísýnu. Í því ljósi voru rökstuddar ákvarðanir um undanþágur til bráðabirgða teknar af hálfu forsætisráðherra. Þessar undanþágur verða endurskoðaðar um leið og umsögn Samkeppniseftirlitsins berst, þó ekki síðar en 1. janúar 2014.

Sjá nánar í meðfylgjandi gögnum:

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum