Hoppa yfir valmynd
4. mars 2014 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir upptöku og sýningar á íslensku óperunni Ragnheiði

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita 3 milljónum kr. af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til upptöku á íslensku óperunni „Ragnheiði“. Jafnframt var samþykkt að veita Íslensku óperunni  2 milljónir kr. í styrk til að standa straum af kostnaði við uppsetningu verksins í Hörpu.  

Áformað er að óperan, sem upphaflega var flutt í Skálholti og er flutt í Hörpu um þessar mundir, verði hljóðrituð en fyrirliggjandi áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður verði  14,6 milljónir kr. Er stefnt að því að vinna vandaða útgáfu verksins og gefa út á þremur geisladiskum ásamt söngbók verksins. Að upptökunni mun fjöldi listamanna, söngvara og tónlistarmanna koma fram. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum