Hoppa yfir valmynd
6. mars 2014 Forsætisráðuneytið

Fundur forsætisráðherra með Alison Redford forsætisráðherra Albertafylkis í Kanada

Frá fundi forsætisráðherra með Alison Redford forsætisráðherra Albertafylkis
Frá fundi forsætisráðherra með Alison Redford forsætisráðherra Albertafylkis

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði síðdegis í gær með Alison Redford, forsætisráðherra Albertafylkis í Kanada. Á fundinum voru ræddir möguleikar á aukinni samvinnu Íslands og Kanada, og Albertafylkis sérstaklega, í kjölfar beinna flugsamgangna, en Icelandair opnaði í gær beina flugleið til Edmonton, höfuðborgar fylkisins.

Á fundinum ræddu ráðherrarnir meðal annars málefni norðurslóða og möguleika á samvinnu á sviðum auðlindanýtingar og sjálfbærni, en Albertafylki hefur áhuga á að kynna sér betur endurnýjanlega orkugjafa, líkt og jarðvarma. Ráðherrarnir ræddu einnig samvinnu á sviði heilsugæslu og menntunar, en í Albertaháskóla í Edmonton er meðal annars rekin metnaðarfull deild í norrænum tungumálum og fræðum. Aukin tækifæri í viðskiptum og verslun voru sömuleiðis rædd, en forsætisráðherra mun í dag ávarpa efnahags- og þróunarráð Edmonton. Þá mun ráðherra eiga fund með borgarstjóra Edmonton síðar í dag og heimsækja löggjafarþingið í Alberta.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum