Hoppa yfir valmynd
10. september 2014 Forsætisráðuneytið

Fundur forsætisráðherra með yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti í dag fund með yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins, Philip M. Breedlove, í Stjórnarráðshúsinu. Báru málefni nýliðins leiðtogafundar bandalagsins í Wales hæst, þ.m.t. staða mála í Úkraínu og viðbúnaður bandalagsins í austanverðri Evrópu. Einnig var ástandið í Sýrlandi og Írak til umræðu og þá ræddi ráðherra þróun mála á norðurslóðum við yfirhershöfðingjann. 

Fyrr í dag fundaði Philip M. Breedlove með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. Þá mun yfirhershöfðinginn kynna sér aðstæður og varnartengda starfsemi á Keflavíkurflugvelli áður en hann heldur af landi brott síðar í dag.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum