Hoppa yfir valmynd
30. júní 2000 Forsætisráðuneytið

Alþingi á Þingvöllum

Frá ríkisráðsritara

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag var gefið út forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman á Þingvöllum sunnudaginn 2. júlí nk. Jafnframt var gefið út forsetabréf um að fundum þingsins verði frestað sama dag til septemberloka, að tilskildu samþykki Alþingis.

Þá voru endurútgefin lög um Ríkisútvarpið og staðfestir eftirtaldir milliríkjasamningar:

  • Samningur milli lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Belgíu til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir.
  • Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 1-11/2000, 13-19/2000 og 22-49/2000 um breytingar á II., IV., VI., X., XIV., XVI., XVII., XVIII., XIX., XX. og XXI. viðauka og bókunum 21, 31 og 47 við EES-samninginn.

Ennfremur voru endurstaðfestar í ríkisráði ýmsar afgreiðslur sem fram höfðu farið milli funda.

Í Reykjavík, 30. júní 2000.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum