Hoppa yfir valmynd
8. júní 2000 Forsætisráðuneytið

Fundur forsætisráðherra Norðurlanda og forseta Suður-Afríku

Fundur forsætisráðherra Norðurlanda og forseta Suður-Afríku

Í morgun átti Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem nú situr vorfund norrænu forsætisráðherra í Skagen í Danmörku í fjarveru Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, fund með Thabo Mbeki forseta Suður-Afríku. Ræddu þeir um tvíhliða samskipti Íslands og Suður-Afríku og hugsanlega aukningu þeirra.

Síðdegis var svo haldinn sameiginlegur fundur norrænu ráðherranna með forseta Suður-Afríku og þar var samþykkt sérstök yfirlýsing sem fylgir hjálögð.

Í Reykjavík, 8. júní 2000.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum