Hoppa yfir valmynd
6. maí 1998 Forsætisráðuneytið

Skýrsla úrskurðarnefndar um upplýsingamál

Hinn 1. janúar 1997 tóku gildi upplýsingalög nr. 50/1996. Á grundvelli V. kafla laganna tók þá jafnframt til starfa sérstök stjórnsýslunefnd á kærustigi, úrskurðarnefnd um upplýsingamál, til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Nefndinni er skipað til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga og er þannig sjálfstæð og óháð öðrum stjórnvöldum í störfum sínum. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir og verður því ekki skotið annað innan stjórnsýslunnar. Af því leiðir að úrskurðir nefndarinnar hafa fordæmisgildi fyrir önnur stjórnvöld, en það stuðlar jafnframt að auknu samræmi í framkvæmd laganna. Af þeim sökum er í 19. gr. upplýsingalaga mælt svo fyrir að úrskurðir nefndarinnar skuli gefnir út árlega.

Í samræmi við síðastgreint ákvæði hefur forsætisráðuneytið gefið út skýrslu úrskurðarnefndar um upplýsingamál fyrir árið 1997. Skýrslan geymir endurrit allra úrskurða nefndarinnar frá síðasta ári, 36 talsins, ásamt yfirliti um þau atriði er á hefur reynt í hverjum úrskurði og lagaskrá.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum