Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2001 Forsætisráðuneytið

Sveigjanleg starfslok

Frétt nr.: 2/2001

Skipan nefndar um sveigjanleg starfslok


Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að móta tillögur um sveigjanleg starfslok, en Alþingi samþykkti á sl. þingi ályktun um það efni. Formaður nefndarinnar er Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður, en aðrir í nefndinni eru Þorbjörn Guðmundsson, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands, Jón H. Magnússon, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins, Már Ársælsson, tilnefndur af Bandalagi háskólamanna, Arna Jakobína Björnsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Gunnar Rafn Birgisson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og Ásta Lára Leósdóttir, tilnefnd af fjármálaráðuneyti.

Verkefni nefndarinnar er að gera grein fyrir lögum, reglum og venjum er gilda um starfslok launþega, bæði hjá opinberum aðilum og á almennum vinnumarkaði, og fjalla um vandkvæði og álitamál, sem uppi eru varðandi fyrirkomulag starfsloka. Er nefndinni loks falið að skoða valkosti og mögulegar breytingar varðandi fyrirkomulag starfsloka og ráðstafanir sem slíkar breytingar myndu útheimta, t.a.m. varðandi iðgjaldagreiðslur í lífeyrissjóði og lífeyrisgreiðslur.

Í forsætisráðuneytinu, 15. janúar 2001.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum