Hoppa yfir valmynd
13. september 2001 Forsætisráðuneytið

Kveðja forsætisráðherra

    Frétt nr.: 27/2001


    English version

    Forsætisráðherra hefur í dag sent forseta Bandaríkjanna svofellt bréf:

    Íslenska þjóðin fordæmir þá ógnaraðgerð, sem beint var að bandarísku þjóðinni með hryðjuverkunum í New York borg og Washington D.C. og vottar henni sína ríkustu samúð. Barátta gegn hryðjuverkamönnum og aðilum sem skjóta skjólshúsi yfir þá eða hjálpa þeim á aðra lund kallar á einarða alþjóðlega samstöðu. Ríkisstjórn Íslands mun ekki hvika í stuðningi við þá baráttu. Ríkisstjórnin lýsir samstöðu með Bandaríkjastjórn við að finna og refsa þeim sem bera ábyrgð á ódæðunum sem unnin voru gegn bandarísku þjóðinni í gær.
      Afrit af frumriti bréfsins fylgir hjálagt.
    Í Reykjavík, 12. september 2001.



    Hafa samband

    Ábending / fyrirspurn
    Ruslvörn
    Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum