Hoppa yfir valmynd
19. apríl 2016 Forsætisráðuneytið

Svarbréf til umboðsmanns Alþingis

Forsætisráðuneytið hefur í dag svarað erindi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað var eftir upplýsingum um viðbrögð við bréfi umboðsmanns Alþingis til forsætisráðherra, dagsett 22. janúar 2015, sem sent var í framhaldi af athugun hans á samskiptum fyrrverandi innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Í erindinu var spurt um þrjú atriði, það er um samþykkt siðareglna fyrir ráðherra, um framkvæmd laga og reglna um skyldu til að skrá formleg samskipti og um stöðu aðstoðarmanna ráðherra að lögum og útgáfu leiðbeinandi erindisbréfs fyrir aðstoðarmenn. 

Sjá nánar: 

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum