Hoppa yfir valmynd
22. maí 2001 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra Eistlands í heimsókn

    Frétt nr.: 16/2001

    Opinber heimsókn forsætisráðherra Eistlands 22. til 26. maí 2001


    Forsætisráðherra Eistlands, hr. Mart Laar, kemur ásamt eiginkonu sinni, frú Katrin Laar, og fylgdarliði í opinbera heimsókn til landsins í kvöld.

    Dagskrá heimsóknarinnar hefst í fyrramálið með fundi forsætisráðherra Íslands og Eistlands í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Að fundi þeirra loknum heimsækir hann ráðhúsið og snæðir síðan hádegisverð í boði forseta Íslands á Bessastöðum. Á morgun heimsækir hann jafnframt Alþingi, fundar með utanríkismálanefnd, heimsækir Íslenska erfðagreiningu og skoðar handrit í Stofnun Árna Magnússonar. Öðrum dögum heimsóknarinnar verður varið til skoðunarferða um Suðurland og Vestmannaeyjar. Dagskrá heimsóknarinnar fylgir hjálögð.

    Boðað er til sameiginlegs blaðamannafundar forsætisráðherra Íslands og Eistlands í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á morgun, miðvikudaginn 23. maí nk., kl. 10.30.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum