Hoppa yfir valmynd
10. ágúst 2001 Forsætisráðuneytið

Tilboð í ráðgjöf vegna sölu Landsbankans

Reykjavík
10. ágúst 2001

Fréttatilkynning

Í dag kl. 16.00 voru opnuð tilboð í ráðgjöf vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hlutabréfum í Landsbanka Íslands hf. Alls bárust sex tilboð frá eftirtöldum fyrirtækjum:

KPMG Corporate Finance í Danmörku
PRICEWATERHOUSECOOPERS (PWC) í London og Reykjavík
ING BARINGS Limited
The Northern Partnership Limited
HSBC investment bank
Deloitte & Touche

Um var að ræða tilboð í verkefni sem felst í að í að semja skilmála samkvæmt þeim óskum sem verkkaupi hefur um fyrirkomulag sölunnar, auglýsa forval, taka við erindum í kjölfar þess, gera tillögu um hverjir eiga að taka þátt í lokuðu útboði, semja skilmála og vinnureglur vegna lokaðs útboðs, veita ráðgjöf um lágmarksverð, taka við tilboðum, yfirfara þau og gera tillögur um hvaða tilboði skuli tekið.

Framkvæmdanefnd um einkavæðingu mun tilkynna föstudaginn 17. ágúst næstkomandi að hvaða tilboði verði gengið.

Framkvæmdanefnd um einkavæðingu

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum