Lög og stjórnvaldsfyrirmæli

Lög og stjórnvaldsfyrirmæli

Hér er að finna yfirlit yfir lög og reglugerðir sem undir forsætisráðuneytið heyra, þ.e. bæði lagabálka sem og lista yfir reglugerðir, reglur, gjaldskrár og forsetaúrskurði sem settir hafa verið á grundvelli laga.

 • Lög
  Tenglar í lög vísa á lagasafnið á vef Alþingis, althingi.is, en safn yfir gildandi lög er uppfært tvisvar á ári.
 • Forsetaúrskurðir
  Úrskurðirnir eru birtir á vef Stjórnartíðinda og á vef Alþingis.
 • Reglugerðir, reglur, siðareglur og gjaldskrár
  Flestir tenglar í lista yfir reglugerðir vísa á Reglugerðarsafnið, reglugerd.is sem er safn gildandi reglugerða sem uppfært er reglulega. Reglur, siðareglur og gjaldskrár eru birtar í Stjórnartíðindum, stjornartidindi.is. og vísa tenglar í lista á þann vef.
  Hvað reglugerðir varðar skal tekið fram að komi í ljós misræmi milli reglugerðatexta á vef og í prentaðri útgáfu stjórnartíðinda (B-deild) gildir hin prentaða útgáfa Stjórnartíðinda.
 • Samráð 
  Forsætisráðuneytið óskar jafnan eftir þátttöku hagsmunaaðila og almennings við undirbúning að lagafrumvörpum, reglugerðum, stefnum og tillögum til þingsályktana. Á vef ráðuneytisins eru því birtar upplýsingar um fyrirhugaða vinnu af þessu tagi, drög að slíkum skjölum og helstu gögn sem til grundvallar liggja. 


Sjá einnig: