Samráð

Forsætisráðuneytið óskar jafnan eftir þátttöku hagsmunaaðila og almennings við undirbúning að lagafrumvörpum, reglugerðum, stefnum og tillögum til þingsályktana. Á vef ráðuneytisins eru því birtar upplýsingar um fyrirhugaða vinnu af þessu tagi, drög að slíkum skjölum og helstu gögn sem til grundvallar liggja. Þetta á þó ekki við ef opið samráð myndi ekki koma að gagni eða væri óheppilegt með hliðsjón af efni máls.

Frestur til umsagna, ábendinga og athugasemda er þrjár vikur, nema annað sé tekið fram, og framlag þátttakenda er birt undir nafni. Jafnframt gerir ráðuneytið grein fyrir tilhögun samráðs, úrvinnslu og niðurstöðu í viðkomandi máli.


Drög í umsagnarferli

Engin drög í umsagnarferli sem stendur.