Hoppa yfir valmynd
4. október 2005 Forsætisráðuneytið

Undirritun kaupsamnings vegna sölu Lánasjóðs landbúnaðarins

Undirritun kaupsamnings milli íslenska ríkisins og Landsbanka Íslands hf.

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í dag, f.h. ríkisins, kaupsamning við Landsbanka Íslands hf. um kaup Landsbanka Íslands hf. á tilgreindum eignum og skuldum Lánasjóðs landbúnaðarins. Kaupsamningurinn var gerður á grundvelli tilboðs Landsbanka Íslands hf. þann 30. september s.l., en það var hæst þriggja tilboða sem bárust.

Kaupverðið er 2,653 ma.kr. og mun greiðsla eiga sér stað við afhendingu á hinu selda, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins.

Umsjónaraðili sölunnar f.h. ríkisins var framkvæmdanefnd um einkavæðingu og fyrirtækið Ráðgjöf og efnahagsspár var nefndinni til ráðgjafar og liðsinnis.

Reykjavík, 4. október 2005
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum