Stjórnarskrá

Stjórnarskrá Íslands

Þrjú frumvörp stjórnarskrárnefndar - umsagnarfrestur til 8. mars 2016

Drög stjórnarskrárnefndar að þremur frumvörpum til stjórnarskipunarlaga voru birt 19. febrúar 2016. 

Samráð

Frestur til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin er til þriðjudagsins 8. mars 2016. Athugasemdir sendist vinsamlegast á netfangið postur@for.is. Nefndin áskilur sér rétt til birtingar athugasemda. Sjá innsendar athugasemdir og umsagnir .


Um stjornarskra.is

Á þessum síðum er að finna upplýsingar um málefni stjórnarskrárinnar, þar á meðal yfirstandandi vinnu stjórnarskrárnefndar, sambærileg eldri verkefni, ákvæði núgildandi stjórnarskrár og eldri rétt. Lögð er áhersla á að veita yfirsýn yfir þróun einstakra ákvæða og skýringu þeirra, meðal annars í dómum Hæstaréttar og álitum umboðsmanns Alþingis. Ítarlegar skrár yfir heimildir og vefslóðir leiðbeina um öflun nánari upplýsinga. Markmiðið er að helstu gögn um málefni stjórnarskrárinnar verði aðgengileg á einum stað og uppfærð jafnóðum. 

Í stefnuyfirlýsingu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá 22. maí 2013 kemur fram að áfram verður unnið að endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins með breiða samstöðu og fagmennsku að leiðarljósi. Þar er lögð áhersla á gagnsæi og upplýsta umræðu með þátttöku almennings. Gerð þessa vefs er meðal annars ætlað að mæta þeim markmiðum.

Ábendingar eru vel þegnar og sendist til: postur@for.is.