Stjórnarskrárnefnd 2013-2017

Stjórnarskrárnefnd 2013-2017

Mannfjöldi

Stjórnarskrárnefnd var skipuð af forsætisráðherra 6. nóvember 2013, í samræmi við samkomulag allra þingflokka. Í nefndinni sitja fulltrúar tilnefndir af þeim stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi, nánar tiltekið fjórir fulltrúar tilnefndir af ríkisstjórnarflokkum og fjórir af stjórnarandstöðu. Formaður er skipaður án tilnefningar. 

Stjórnarskrárnefndina skipa: 

Í nefndinni hafa einnig setið:

  • Skúli Magnússon, héraðsdómari, tilnefndur af Framsóknarflokki, 6.11.2013 - 9.10.2014
  • Sigurður Líndal, prófessor emeritus, formaður 6.11.2013 - 26.9.2014
  • Freyja Haraldsdóttir, tilnefnd af Bjartri framtíð, 6.11.2013 - 24.3.2014
  • Páll Valur Björnsson, alþingismaður, tilnefndur af Bjartri framtíð, 25.3.2015 - 4.11.2014
  • Valgerður Björk Pálsdóttir, framkvæmdastjóri, tilnefnd af Bjartri framtíð, 22.12.2015 -  9.6.2016 

Nefndin skal hafa hliðsjón af vinnu undanfarinna ára, m.a. tillögum stjórnlagaráðs og stjórnlaganefndar, niðurstöðum ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og starfi þeirrar stjórnarskrárnefndar sem starfaði 2005-2007. Þá er ætlunin að nýlegar stjórnarskrárbreytingar í nágrannalöndum verði einnig hafðar til hliðsjónar, sem og önnur þróun í stjórnarskrármálum á alþjóðavettvangi. Gera skal stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis grein fyrir framvindu nefndarstarfsins. Stefnt er að því að vinnu nefndarinnar ljúki tímanlega svo að hægt sé að samþykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskránni á yfirstandandi kjörtímabili en unnt er að áfangaskipta vinnunni eftir því sem henta þykir.