Um vefinn

Um táknmyndir WC3 um aðgengi að vef

Vottun um aðgengi vefsíðu - forgangur A Vottun um aðgengi vefsíðu - forgangur AA Vottun um aðgengi vefsíðu - forgangur AAA


Merking vefsíðu með einhverri ofangreindra mynda gefur til kynna að hún standist viðmið W3C Web Content Accessibility Guidelines 1.0 (WCAG 1.0) af gerð A, AA eða AAA. WCAG 1.0 kveður á um hvernig ganga skuli frá vefefni þannig að það sé aðgengilegt öllum. Viðmiðunarreglum er forgangsraðað í þrjá flokka: A, AA og AAA þar sem síðastnefndi flokkurinn táknar að öll viðmið hafi verið uppfyllt. Sum viðmiðin er unnt að athuga vélrænt en önnur byggjast á huglægu mati, svo sem að texti sé skýr og auðskilinn. Vefstjórar sjá sjálfir um úttekt á vefsíðum sínum og þegar þeir telja að vefsíða uppfylli ákveðin viðmið geta þeir birt á henni táknmynd, til dæmis WAI-AA, til að staðfesta að þessum viðmiðum hafi verið náð og birt á viðkomandi síðu. Staðfestingin nær einungis til viðkomandi síðu en ekki til vefjarins alls nema það sé sérstaklega tekið fram. W3C/WAI ber enga ábyrgð á notkun annarra á táknmyndunum. Því er notkun á þeim vísbending um en engin trygging fyrir því að viðkomandi vefur uppfylli ákveðin aðgengisskilyrði.