Handbækur

Handbækur um verklag

Tilgangur með handbókum um verklag í Stjórnarráðinu er að bæta og samræma verklag starfsmanna. Um er að ræða handbók um verkefnastjórnun fyrir Stjórnarráðið, handbók um opinbera stefnumótun og áætlanagerð og handbók um einföldun regluverks. Unnið er að þeirri fjórðu; handbók um lagasetningu en gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki 2015. Handbækurnar eru samræmdar að uppbyggingu og eiga að nýtast við skipulag ólíkra viðfangsefna.  Handbókunum hefur verið fylgt eftir með námskeiðum fyrir starfsmenn á vegum Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins

Hægt er að senda inn hugmyndir og ábendingar varðandi handbækurnar með því að fylla út form hér á vefnum

Handbók um opinbera stefnumótun og áætlanagerð

Handbók um opinbera stefnumótun og áætlanagerð (2013) 

Í handbókinni er gerð grein fyrir grunnatriðum stefnumótunarfræða, mismunandi umfangi stefnumótunar og algengum afurðum slíkrar vinnu í ráðuneytum og stofnunum. Gefið er yfirlit yfir hið almenna stefnumótunarferli og þau sex skref sem þar eru lögð til grundvallar. Fjallað er nánar um hvert og eitt þessara skrefa, þ.e. skilgreiningu stefnusviðs, mótun stefnu, samþykkt stefnuskjals, innleiðingu stefnu, mati á stefnu og loks endurskoðun og breytingar á stefnu. Sérstök áhersla er lögð á málefnasviðsstefnur en jafnframt fjallað um almenn atriði og fleiri afurðir stefnumótunar. Handbókinni fylgir íðorðalisti yfir helstu hugtök og sniðmát fyrir stefnur og áætlanir. Handbókin er ætluð ráðuneytum en getur jafnframt nýst stofnunum í vinnu þeirra. 

Handbókin var unnin af starfshópi skipuðum sérfræðingum frá öllum ráðuneytum. 

Handbók um verkefnastjórnun fyrir Stórnarráðið

Handbók um verkefnastjórnun fyrir Stjórnarráðið (2013)

Í handbókinni er fjallað um helstu tegundir verkefna í Stjórnarráðinu, verkefnayfirlit, verkefnavinnu og samsetningu verkefnishópa.  Gerð er ítarleg grein fyrir verkefnisáætlunum og eyðublaði fyrir slíkar áætlanir í málaskrá Stjórnarráðsins. Sett eru upp dæmi um greiningar af ýmsu tagi sem verkefnisáætlun getur byggt á. Loks fylgja handbókinni sýnishorn ýmissa skjala, t.d. verkefnisáætlun. 

Handbókin byggir  á meistaraverkefni í opinberri stjórnsýslu sem Bergný Jóna Sævarsdóttur, MPM,  vann á árunum 2012 -2013 í samvinnu við starfshóp ráðuneyta um verkefna – og gæðastjórnun. 

Handbók um einföldun regluverks - kápaHandbók um einföldun regluverks (2014) 

Markmiðið með handbókinni er að láta stjórnvöldum í té verkfæri til að vinna skipulega aðeinföldun regluverks á tilteknu sviði. Handbókin var samin í forsætisráðuneytinu í samráði við ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur. 

Útgáfan er hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnarum einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið. Meðal annars hefur verið stuðst við svissneskar leiðbeiningar: Secrétariat d‘Etat à l‘économie (SECO) (éd.), 2011,Check-up de laréglementation. Þar er byggt annars vegar á Standard Cost Model sem er nú notað víða í Evrópu til að mæla svokallaða stjórnsýslubyrði (administrative burdens). Einnig er þar stuðst við aðferðafræði sem Bertelsmann stofnunin þróaði. Þá er einnig stuðst við nýlega handbók OECD um mat á framfylgdarkostnaði og þýska handbók um mat áframfylgdarkostnaði. Við samningu handbókarinnar var m.a. byggt á reynslu sem fékkst í starfi um einföldun regluverks í ferðaþjónustu sem fram fór á vegum Ferðamálastofu fyrri hluta árs 2014.

Handbók um lagasetninguHandbók um lagasetningu (í vinnslu)

Handbók um lagasetningu er væntanleg 2015. Bókin felur í sér uppfærslu og endurskoðun á eldri handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa (2007). Verkefnið er unnið í samstarfi forsætisráðuneytis, skrifstofu Alþingis og fleiri aðila. Í nýrri útgáfu verður m.a lögð aukin áhersla á samráð á undirbúningsstigi og mat á áhrifum fyrirhugaðrar lagasetningar.Kynning á handbókum hjá Stjórnvísi 12. mars 2014 Hvað getum við lært af „kerfinu“? Breytt og bætt verklag í Stjórnarráðinu