Skýrslur og annað útgefið efni

Skýrsla um þróun reglubyrði atvinnulífsins á 143. til 145. löggjafarþingi - 28.10.2016

Sumarið 2015 fór ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur þess á leit við forsætisráðuneytið að taka saman yfirlit yfir þau frumvörp sem urðu að lögum á 143. til 145. löggjafarþingi og leggja auknar byrðar á atvinnulífið eða einfalda það regluverk sem fyrirtæki starfa eftir. Er niðurstöðuna að finna í skýrslu þessari. 

Lesa meira

Aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði - 20.9.2016

Nefnd sem vann aðgerðaráætlun á sviði samfélags- og atvinnuþróunar fyrir Vestfirði hefur skilað ríkisstjórninni skýrslu. Nefndin leggur  áherslu á að flýta þurfi uppbyggingu innviða á Vestfjörðum. 

Lesa meira

Hagsmunir Íslands á norðurslóðum - 8.9.2016

Forsíða skýrslunnar „Hagsmunir Íslands á norðurslóðum - Tækifæri og áskoranir“

Mat á hagsmunum Íslands vegna norðurslóða var kynnt á fundi í háskólanum á Akureyri í dag, 8. september. Markmiðið með útgáfu hagsmunamatsins er að kortleggja helstu hagsmuni Íslands í margslungnu umhverfi norðurslóða. Má þar helst nefna alþjóðapólitísk og efnahagsleg tækifæri sem og áskoranir þeim tengdam – einkum er lúta að umhverfinu.

Lesa meira

Umbótatillögur á skattkerfinu - 6.9.2016

Verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu hefur skilað af sér skýrslu til Samráðsvettvangs um aukna hagsæld um hvernig hægt sé að einfalda skattkerfið og gera það skilvirkara. Um er að ræða 27 tillögur sem snúa að breytingum á skattkerfinu í heild sinni.

Lesa meira

Peningaútgáfa - valkostir í peningakerfum - 5.9.2016

Í dag var gefin út skýrslan Money Issuance – alternative monetary systems sem KPMG vann fyrir forsætisráðuneytið. Að því tilefni stóðu forsætisráðuneytið og KPMG fyrir ráðstefnu um efnið í morgun.

Lesa meira

Fyrsta skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd upplýsingalaga - 10.6.2016

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi skýrslu um framkvæmd upplýsingalaga. Þar er einkum fjallað um meðferð upplýsingabeiðna hjá aðilum sem falla undir upplýsingalög, meðferð kærumála hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, birtingu upplýsinga að frumkvæði stjórnvalda og endurnot opinberra upplýsinga. 

Lesa meira

Staða stefnumótunar og áætlanagerðar innan Stjórnarráðsins - niðurstöður könnunar - 27.1.2016

Sumarið 2015 var framkvæmd könnun á stöðu stefnumótunar og áætlanagerðar innan Stjórnarráðsins. Könnunin var unnin að frumkvæði stefnuráðs Stjórnarráðsins í samráði við aðra fulltrúa ráðsins (öll ráðuneyti). Tilgangur hennar var að fá yfirsýn yfir þekkingu og getu starfsmanna auk þess sem gagnlegt er fyrir Stjórnarráðið að hafa grunnmælingu hvað viðvíkur stefnumótun og áætlanagerð nú þegar innleiðing nýrra laga um opinber fjármál er hafin.

Lesa meira

Skýrsla um efnahagsleg áhrif innflutningsbanns Rússlands á íslenska hagsmuni - 12.1.2016

Fyrirtækið Reykjavik Economics hefur unnið skýrslu um efnahagsleg áhrif innflutningsbanns Rússlands á íslenska hagsmuni. Var skýrslan unnin að beiðni samráðshóps stjórnvalda og hagsmunasamtaka á Rússlandsmarkaði.

Lesa meira

Skýrsla stýrihóps um framkvæmd EES-samningsins: Þunginn í vinnu stjórnvalda verði færður framar í ferlið. - 8.1.2016

Stýrihópur um framkvæmd EES-samningsins hefur skilað forsætisráðherra skýrslu sem kynnt var í ríkisstjórn í morgun. Þar kemur fram að meginþunginn í vinnu stjórnvalda sé við innleiðingu laga og reglna, en síður við að fylgjast með þegar reglurnar eru samdar á vettvangi Evrópusambandsins (ESB).

Lesa meira

Efling millilandaflugs á landsbyggðinni - 12.11.2015

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið, að tillögu forsætisráðherra, að fela iðnaðar- og viðskiptaráðherra að hefja undirbúning að stofnun Markaðsþróunarsjóðs og Áfangastaðasjóðs með það að markmiði að koma á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík.

Lesa meira

Stefna í almannavarna- og öryggismálum samþykkt - 24.6.2015

Stefna í almannavarna- og öryggismálum ríkisins 2015–2017 var samþykkt í morgun á fundi almannavarna- og öryggismálaráðs og í framhaldinu skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður ráðsins, undir stefnuskjalið. 

Lesa meira

Afhenti skýrslu um endurbætur á peningakerfinu - 31.3.2015

Frosti Sigurjónsson, alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. 

Lesa meira

60% tilkynna ekki verðhækkanir - 30.3.2015

Sérfræðinganefnd á vegum Stjórnarráðsins leggur til, að seljendur verði skyldaðir til að tilkynna verðhækkanir á samningsbundinni vöru og þjónustu með góðum fyrirvara enda séu sjálfvirkar verðhækkanir oft framkvæmdar án þess að raunverulegur kostnaðarauki búi að baki.

Lesa meira

Áfangaskýrsla um bætta starfshætti eftirlitsstofnana - 19.11.2014

Forsætisráðherra skipaði í júní sl. vinnuhóp sem falið var að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana og meta hvernig viðmið um vandað regluverk og stjórnsýslu eru uppfyllt, með einföldun, samræmi og skilvirkni að markmiði.

Lesa meira

Ríkisstjórnin tekur fyrir stöðuskýrslu um einfaldara regluverk - 22.9.2014

Á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudaginn var tekin fyrir stöðuskýrsla um einföldun gildandi regluverks. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að einfalda regluverk og er það verkefni sérstaklega tekið upp í núverandi stjórnarsáttmála.

Lesa meira

Stjórnarskrárnefnd kallar eftir athugasemdum við fyrstu áfangaskýrslu - 12.9.2014

Stjórnarskrárnefnd gaf út sína fyrstu áfangaskýrslu í júní síðastliðnum, í þeim tilgangi að skapa forsendur fyrir samráði og frekari faglegri greiningu áður en lengra er haldið. Gefinn var athugasemdafrestur til 1. október

Lesa meira

Framlög til vísinda og nýsköpunar efld verulega - 22.5.2014

Stefna og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2014-2016

Á fundi Vísinda- og tækniráðs, sem haldinn var í dag, var samþykkt aðgerðaáætlun sem ætlað er að styðja við og efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og gagnsæja nýtingu opinbers fjár. 

Lesa meira

Leggur til breytingu á gjöldum af póstsendingum - 13.12.2013

Starfshópur vegna samkeppnisstöðu póstverslunar hefur skilað forsætisráðherra skýrslu sinni. Helstu tillögur starfshópsins eru þær að lagt er til að erlendum fyrirtækjum, sem selja vörur og póstleggja til Íslands, verði heimilt að innheimta og skila virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum af þeim vörum sem seldar eru til landsins. 

Lesa meira

Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána - 30.11.2013

Höfuðstólslækkun húsnæðislána

Ríkisstjórnin kynnir í dag aðgerðaáætlun með það að markmiði að lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu.

Lesa meira

Ítarlegar tillögur frá hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar - 11.11.2013

Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur skilað frá sér tillögum sínum en þær taka til allra helstu þátta ríkisrekstrarins og allra stærri þjónustu- og stjórnsýslukerfa ríkisins. Hagræðingarhópurinn hefur ekki lagt áherslu á beinar niðurskurðartillögur heldur á kerfisbreytingar sem beinast að breytingum á áherslum, aðferðum og skipulagi.

Lesa meira

Skýrsla um stjórnsýslu fornleifarannsókna og fornleifaverndar á Íslandi 1990-2010 - 30.5.2013

Skýrslan var gefin út af mennta- og menningarmálaráðuneyti í maí 2013, þ.e. áður en málaflokkurinn fluttist til forsætisráðuneytis.

Lesa meira

Ísland 2020: Ný stöðuskýrsla - 30.4.2013

Ísland 2020 – sókn fyrir atvinnulíf og samfélag

Gefin hefur verið út ný skýrsla um Stefnumörkunina Ísland 2020, sem fjallar um framtíðarsýn um öflugra atvinnulíf og samfélag. Slík skýrsla var síðast gefin út í apríl 2012 þar sem stöðu verkefnanna í Ísland 2020 var lýst.

Lesa meira

Aukin vernd neytenda á fjármálamarkaði - 23.4.2013

Neytendavernd á  fjármálamarkaði

Nefnd, sem skipuð var af hálfu forsætisráðuneytisins í október 2012 hefur skilað skýrslu og tillögum um bætta neytendavernd á fjármálamarkaði.

Lesa meira

Aðgerðir sökum neyðarástands vegna kynferðisbrota gegn börnum - 5.4.2013

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja nú þegar 79 milljónum kr. til að fjármagna forgangsaðgerðir til að bregðast við neyðarástandi í kynferðisbrotum gegn börnum. Þá hefur ríkisstjórnin lagt til að 110 milljón kr. aukafjárveiting verði varið í kaup á nýju Barnahúsi en sú tillaga er háð samþykki Alþingis. Samanlagt er um að ræða 189 milljónir kr.

Lesa meira

Skýrsla um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna - 22.3.2013

Forsætisráðherra hefur gefið Alþingi skýrslu um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi í samræmi við 5. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Skýrsla þessi er önnur í röðinni, á jafn mörgum árum.

Lesa meira

Ný sýn, breytingar á vísinda- og nýsköpunarkerfinu - 24.1.2013

Ný sýn - Breytingar á vísinda- og nýsköpunarkerfinu

Skýrslan, Ný sýn, breytingar á vísinda- og nýsköpunarkerfinu, hefur verið gefin út. Í skýrslunni er dregin upp mynd af vísinda- og nýsköpunarkerfinu.

Lesa meira

Reglur um starfshætti ríkisstjórnar - 9.1.2013

Ríkisstjórnin samþykkti 8. janúar sl., á grundvelli laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands, meðfylgjandi reglur um starfshætti ríkisstjórnar.

Lesa meira

Áfangaskýrsla vegna aðgerðaáætlunar um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi - 5.12.2012

Verkefnastjórn um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi hefur skilað áfangaskýrslu.

Lesa meira

Málstefna Stjórnarráðs Íslands - 16.11.2012

Dagur íslenskrar tungu

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, á degi íslenskrar tungu, málstefnu fyrir Stjórnarráð Íslands.

Lesa meira

Ný skýrsla starfshóps um samþættingu menntunar og atvinnu - 13.11.2012

Starfshópur um samþættingu mennta- og atvinnumála, sem settur var á laggirnar á grundvelli þingsályktunar um sama efni í júní 2011, hefur skilað skýrslu með tillögum sínum til forsætisráðherra. Tillögurnar snerta skilvirkni menntastefnunnar, aukið vægi verk- og tæknináms í íslensku menntakerfi, samstarf atvinnulífs og skóla og samráð um þróun menntunar.

Lesa meira

Auðlindastefnunefnd lýkur störfum - 17.9.2012

Gufuorka

Nefnd forsætisráðherra um stefnumörkun í auðlindamálum ríkisins var sett á fót samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar í maí 2011. Skýrsla nefndarinnar liggur nú fyrir og hefur verið tekin til umfjöllunar í ríkisstjórn.

Lesa meira

Skýrsla um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi - 12.6.2012

Yfirlitskort yfir þjóðlendur á svæðum 1-7

Forsætisráðherra hefur gefið Alþingi skýrslu um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi.

Lesa meira

Reglur um mat á hæfni umsækjenda - 2.5.2012

Forsætisráðherra hefur í kjölfar samráðs í ríkisstjórn gefið út reglur um ráðgefandi nefndir sem eiga að meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.

Lesa meira

Ísland 2020 – skýrsla um framvinduna - 26.4.2012

Ísland 2020 – sókn fyrir atvinnulíf og samfélag

Eins og mælt var fyrir í samþykkt ríkisstjórnarinnar um Ísland 2020 hefur forsætisráðuneytið unnið stöðuskýrslu um hvernig miðar í átt að þeirri framtíðarsýn sem þar var sett fram.

Lesa meira

Breytt verklag við sölu ríkisfyrirtækja - 24.2.2012

Starfshópur á vegum forsætisráðherra telur að skýra þurfi mörkin milli markmiða stjórnvalda með sölu ríkisfyrirtækja og faglegrar umsjónar með henni.

Lesa meira

Hagfræðistofnun metur afskriftir fasteignalána - 27.1.2012

Greinargerð um afföll íbúðalána við stofnun nýju bankanna og kostnað við niðurfærslu lána

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur að beiðni forsætisráðherra metið það svigrúm til niðurfærslu fasteignalána sem til varð þegar þau voru færð frá gömlu bönkunum yfir í nýju bankana.

Lesa meira

Könnun á starfsemi Upptökuheimilis ríkisins, Unglingaheimilis ríkisins og meðferðarheimilisins í Smáratúni og á Torfastöðum - 7.12.2011

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði á grundvelli laga nr. 26/2007 (vistheimilanefnd) hefur skilað af sér áfangaskýrslu nr. 3.

Lesa meira

Ísland 2020 - Framtíðarsýn og tillögur um fyrstu aðgerðir samþykkt í ríkisstjórn - 7.1.2011

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur stýrihóps Sóknaráætlunar undir heitinu Ísland 2020. Ísland 2020 er stefnumarkandi skjal sem felur í sér framtíðarsýn til ársins 2020.

Lesa meira

Skýrsla nefndar um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands - Samhent stjórnsýsla - 13.12.2010

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði í desember árið 2009 og falið var það verkefni að gera tillögur um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands, og eftir atvikum aðrar lagareglur sem lúta að starfsemi Stjórnarráðsins og stjórnsýslu hér á landi hefur nú skilað ráðherra lokaskýrslu sinni.

Lesa meira

Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna - 10.11.2010

Á fundi samráðshóps ráðherra og stjórnarandstöðu þann 15. október var ákveðið að kalla saman vinnuhóp sérfræðinga ráðuneyta, lánastofnana og Hagsmunasamtaka heimilanna. Hópurinn hefur skilað niðurstöðum sínum.

Lesa meira

Skýrsla nefndar um orku- og auðlindamál - 17.9.2010

Skýrsla nefndar um orku- og auðlindamál sem skipuð var til að meta lögmæti kaupa fyrirtækisins Magma Energy á eignarhlutum HS Orku og starfsumhverfi orkugeirans hér á landi.

Lesa meira

Könnun á starfsemi heimavistarskólans að Jaðri, vistheimilanna Reykjahlíðar og Silungapolls - 15.9.2010

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði á grundvelli laga nr. 26/2007 hefur skilað af sér áfangaskýrslu númer tvö, þar sem fjallað er um starfsemi vistheimilisins Silungapolls á árunum 1950-1969, vistheimilisins Reykjahlíðar á árunum 1956-1972 og heimavistarskólans að Jaðri á árunum 1946-1973.

Lesa meira

Áfangaskýrsla nefndar um endurskoðun á lögum um Stjórnarráð Íslands - 15.6.2010

Nefnd um endurskoðun á lögum um Stjórnarráð Íslands hefur skilað áfangaskýrslu. Þar eru settar fram ýmsar tillögur er lúta að innri starfsháttum Stjórnarráðsins og leiðum til þess að bæta og styrkja mannauðs- og þekkingarstjórnun innan þess. Lesa meira

Stofnun upplýsingatæknimiðstöðvar undirbúin - 20.5.2010

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning fyrir stofnun upplýsingatæknimiðstöðvar. Sett verður á fót framkvæmdanefnd sem mun útfæra tillögur um skipulag og starfsemi miðstöðvarinnar og móta henni fjárhagsáætlun.

Lesa meira

Skýrsla verkefnisstjóra þjónustumiðstöðvar vegna jarðskjálfta á Suðurlandi í maí 2008 - 19.5.2010

Skýrslunni er í meginatriðum skipt í tvennt. Annars vegar er fjallað um rekstur þjónustumiðstöðvarinnar og hins vegar eru tillögur um úrbætur, aðallega varðandi styrki vegna tjóna. Lesa meira

Ráðherrayfirlýsing um rafræna stjórnsýslu - 19.5.2010

Ráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins, inngönguríkja, umsóknarríkja og EFTA-ríkja samþykktu á fundi í Malmö þann 18. nóvember 2009 yfirlýsingu um stefnu í rafrænni stjórnsýslu fram til ársins 2015. Fundurinn var haldinn í tengslum við ráðherraráðstefnu um rafræna stjórnsýslu sem Svíar stóðu fyrir í tengslum við formennsku sína í ráðherraráði ESB.

Lesa meira

Skýrsla starfshóps forsætisráðherra um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis - 7.5.2010

Á ríkisstjórnarfundi í morgun kynnti forsætisráðherra skýrslu starfshóps um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis: Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir.

Lesa meira

Helstu niðurstöður nefndar um fyrirkomulag leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins - 8.4.2010

Nefnd um fyrirkomulag leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins kynnti skýrslu sína 8. apríl 2010. Samandregnar niðurstöður nefndarinnar má lesa hér. Lesa meira

Hvað er spunnið í opinberavefi 2009? - 14.1.2010

Forsætisráðuneytið hefur látið gera úttekt á vefjum hátt í þrjú hundruð stofnana ríkis og sveitarfélaga. Þetta er í þriðja sinn sem slík úttekt er gerð. Niðurstöður eru birtar á UT-vefnum.

Lesa meira

Siðareglur fyrir ráðherra og starfsfólk Stjórnarráðsins - 12.10.2009

Forsætisráðuneytið hefur birt drög að siðareglum fyrir embættismenn og ráðherra á vef stjórnarráðsins. Almenningi gefst nú kostur á að gera athugasemdir og koma með ábendingar um hvað megi betur fara í þessum drögum að siðareglum. Lesa meira

Senda grein