Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2008 Forsætisráðuneytið

Skýrsla um Breiðavíkurheimilið

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði til að kanna starfsemi Breiðavíkurheimilisins á árunum 1952 til 1979 hefur skilað skýrslu. Forsætisráðherra skipaði nefndina 2. apríl 2007 samkvæmt heimild í lögum frá Alþingi nr. 26/2007 um könnun á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Í nefndinni eiga sæti Róbert R. Spanó prófessor, formaður, dr. Jón Friðrik Sigurðsson, dósent við læknadeild Háskóla Íslands og forstöðusálfræðingur á Landspítalanum, dr. Ragnhildur Bjarnadóttir, dósent í sálfræði við Kennaraháskóla Íslands, og dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Ritari nefndarinnar er Þuríður B. Sigurjónsdóttir lögfræðingur.

Skýrslan var kynnt í ríkisstjórn í morgun og verður lögð fram á Alþingi í samræmi við ákvæði laga nr. 26/2007. Þá heldur nefndin fréttamannafund kl. 11.15 í dag í Þjóðmenningarhúsinu þar sem skýrslan verður kynnt.

Skýrsla um Breiðavíkurheimilið (PDF-skjal)

                                                                                                                   Reykjavík 22. febrúar 2008

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum