Hoppa yfir valmynd
5. desember 2012 Forsætisráðuneytið

Áfangaskýrsla vegna aðgerðaáætlunar um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi

Verkefnastjórn um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi hefur skilað áfangaskýrslu.

Alþingi ályktaði hinn 20. mars 2012 að fela forsætisráðherra að stýra mótun aðgerðaáætlunar um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi. Í samræmi við það skipaði forsætisráðherra þann 26. september 2012 verkefnastjórn sem ætlað er það hlutverk að undirbúa gerð aðgerðaáætlunar um eflingu græns hagkerfis á Íslandi.

Verkefnastjórninni er ætlað að forgangsraða þeim verkefnum sem fram koma í 50 töluliðum í þingsályktun um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi sem samþykkt var á 140. löggjafarþingi ásamt því að leggja mat á umfang verkefnanna og þann kostnað sem vinna við þau útheimtir. Er þetta í samræmi við 2. tl. þingsályktunarinnar, en þar er forsætisráðuneytinu og Alþingi falið að vinna að eflingu græns hagkerfisins á Íslandi og sjá um að samþætta framkvæmd aðgerðaáætlunar á grundvelli tillagna Alþingis, með þátttöku allra ráðuneyta Stjórnarráðsins. Þannig er stuðlað að því að efling græna hagkerfisins verði forgangsverkefni í atvinnustefnu íslenskra stjórnvalda, sbr. 1. tl. þingsályktunarinnar. Þá mun starf verkefnastjórnarinnar, í framhaldi af forgangsröðun verkefna, væntanlega einnig snúa að greiningu á umfangi græna hagkerfisins á Íslandi með tilliti til atvinnusköpunar og hlutdeildar í þjóðarframleiðslu. Á grundvelli þeirrar greiningar verður mótuð áætlun um fjölgun grænna starfa, sbr. 5. tl. í þingsályktuninni.

Verkefnastjórnin mun skila lokaskýrslu um forgangsröðun verkefna þann 15. desember 2012 sbr. skipunarbréf verkefnastjórnarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum