Vísinda- og tækniráð

Vísinda- og tækniráð

Vísinda- og tækniráð mótar opinbera stefnu í vísindum og tækni á Íslandi

Vísinda- og tækniráð hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækni­­þróun í landinu í því skyni að treysta stoðir íslenskrar menningar og auka sam­keppnis­hæfni atvinnulífsins. Vísinda- og tækniráð starfar skv. lögum nr. 2/2003

Forsætisráðherra er formaður ráðsins en þar sitja einnig fjármála- og efnahagsráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra. Forsætisráðherra skipar tvo menn í ráðið auk þess sem 14 fulltrúar eru tilnefndir í ráðið af ráðuneytum, háskólum og aðilum vinnumarkaðarins. Forsætisráðherra getur einnig kveðið allt að fjóra ráðherra til setu í ráðinu.

Ráðið markar stefnu stjórn· valda í vísinda- og tæknimálum til þriggja ára í senn. Umfjöllun ráðsins á hvoru sviði um sig er undirbúin af starfsnefndum ráðsins, vísindanefnd og tækninefnd. Vísinda- og tækniráð fundar fjórum sinnum ári.

Upplýsingar um Vísinda og tækniráð er einnig að finna á ensku