Afrakstur og eftirfylgniBætt mat á gæðum og verðmætasköpun vísinda- og nýsköpunarstarfs

4.1.  Þróa heildstætt upplýsingakerfi um afrakstur vísinda- og nýsköpunarstarfs í samráði við háskóla, rannsóknarstofnanir og atvinnulíf.

4.2.  Meta gæði og afrakstur vísinda- og nýsköpunarstarfs í samræmi við alþjóðleg viðmið. Taka skal tillit til mismunandi hefða og markmiða fagsviða og meta fjölbreyttan afrakstur rannsókna og nýsköpunar. Kanna hvort endurskipuleggja eigi Gæðaráð háskóla svo hlutverk þess nái einnig yfir rannsóknir í háskólum og rannsóknarstofnunum.
4.3.  Kanna með reglubundnum hætti skiptingu opinberra fjárveitinga til vísinda og nýsköpunar og bregðast við mismunandi þátttöku tiltekinna hópa með sértækri upplýsingamiðlun og hvatningu til þátttöku.
4.4.  Bæta hagtölugerð um íslenskt atvinnulíf m.t.t. rannsókna, verðmætasköpunar, útflutnings og nýsköpunar og nýta hagtölur til stöðugra umbóta í menntun, vísindum og nýsköpun.

Lesa meira