MannauðurMarkvisst og fjölbreytt menntakerfi frá grunnskóla til háskóla

2.1.  Efla samstarf háskóla og atvinnulífs við grunn- og framhaldsskóla til að tryggja sem best tengsl milli skólakerfis, þjóðlífs og atvinnulífs um land allt.
2.2.  Fjölga útskrifuðum nemendum í raungreinum, tæknigreinum og iðngreinum.
2.3.  Endurskoða grunn- og framhaldsskólanám með það að markmiði að nemendur ljúki framhaldsskóla að jafnaði fyrr en nú er og draga úr brotthvarfi.

Lesa meira

Öflug nýliðun í vísindum og nýsköpun á Íslandi 

2.4.  Hvetja til aukinnar samvinnu háskóla, rannsóknarstofnana og fyrirtækja um rannsóknatengt framhaldsnám og þá sérstaklega doktorsnám.
2.5.  Styrkja fjármögnun doktorsnáms með það að markmiði að árið 2016 verði 200 doktorsnemastöður að fullu fjármagnaðar úr innlendum samkeppnissjóðum árlega. Lögð verði áhersla á að styrkja framúrskarandi doktorsverkefni þar sem keppt verði á grundvelli gæða verkefnis og getu nemanda ásamt hæfni og styrkleika samstarfsaðila.
2.6.  Tryggja alþjóðlega samkeppnishæfni íslensks vinnumarkaðar fyrir þá sem stunda vísindi og nýsköpun.
2.7.  Efla nýliðun með sérstökum átaksverkefnum.

Lesa meira