Sókn og verðmætasköpunMeiri slagkraftur í fjármögnun vísinda og nýsköpunar

1.1.  Auka fjárveitingar til vísinda og nýsköpunar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF), þannig að árið 2016 nái þær 3,0% af henni.

1.2. Styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal aðildarríkja OECD árið 2016 og Norðurlanda árið 2020. Í þessu samhengi verði háskólar og einstakar einingar þeirra flokkaðar með tilliti til mismunandi hlutverka og faglegs alþjóðlegs styrks.
1.3. Hækka hlutfall samkeppnisfjár í fjármögnun háskóla og rannsóknarstofnana, þannig að það nái um þriðjungi af heildarfjármögnun árið 2016. Samhliða opnum samkeppnissjóðum verði teknar upp fjárveitingar sem byggðar eru á árangursmati. 
1.4. Skapa gegnsætt fjárhagslegt umhverfi fyrir háskóla og rannsóknarstofnanir svo ljóst sé að fjárveitingar tengist árangri og gæðum.

1.5. Tryggja skal að reglur íslenskra samkeppnissjóða um samrekstrarkostnað og mótframlög taki mið af þróun á alþjóðavettvangi, s.s. í Horizon 2020.

1.6. Nýta skattkerfið markvisst til að hvetja til fjárframlaga fyrirtækja og einstaklinga til vísinda og nýsköpunar.

Lesa meira

Aukin fjárfesting í nýsköpunarfyrirtækjum

1.7   Innleiða skattalega hvata til að auka fjárfestingu í nýsköpunarfyrirtækjum.
1.8   Skapa umhverfi fyrir virk viðskipti með hlutabréf í nýsköpunarfyrirtækjum.

Lesa meira

Árangursrík alþjóðleg sókn

1.9  Efla sókn í samkeppnissjóði og markaði á alþjóðlegum vettvangi.
1.10  Auka stuðning og ráðgjöf við nýsköpunarfyrirtæki sem stefna á alþjóðlegan 
1.11  Móta aðgerðaáætlun um þátttöku Íslands í alþjóðlegum rannsóknaráætlunum, einkum þar sem fjármagna þarf íslenska þátttöku með opinberu framlagi.
Lesa meira