Sjóðir

Sjóðir

Rannsóknasjóður

Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi á öllum sviðum vísinda. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu. Ákvörðun um styrkveitingu skal bundin hinu faglega mati. Rannís annast umsýslu sjóðsins.
Nánar um rannsóknasjóð á vef Rannís ...

Tækniþróunarsjóður

Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Iðnaðarráðherra getur kveðið nánar á um starfsemi Tækniþróunarsjóðs í reglugerð. Varsla sjóðsins, umsýsla og rekstur hans er hjá Rannís, samkvæmt samningi við iðnaðarráðherra. 
Nánar um tækniþróunarsjóð á vef Rannís ...

Innviðasjóður

Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknarinnviði á Íslandi. Innviðasjóður veitir styrki til kaupa á tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir framfarir í rannsóknum. 
Nánar um innviðasjóð á vef Rannís ...