Fréttir

Samið við ráðgjafa um vinnu vegna losunar fjármagnshafta - 9.7.2014

Fjármála- og efnahagsráðuneyti hefur, að höfðu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og stýrinefnd um losun fjármagnshafta, samið við lögmannsstofuna Cleary Gottlieb Steen & Hamilton LLP og ráðgjafafyrirtækið White Oak Advisory LLP um að vinna með íslenskum stjórnvöldum að losun fjármagnshafta. Hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton starfar lögmaðurinn Lee Buchheit sem mun stýra vinnu lögmannsstofunnar í þessu verkefni.

Lesa meira

Vinnuhópur um eftirlitsstofnanir - 7.7.2014

Forsætisráðherra hefur í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar frá 14. apríl sl. skipað vinnuhóp sem hefur það hlutverk að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana og meta hvernig viðmið um vandað regluverk og stjórnsýslu eru uppfyllt, með einföldun, samræmi og skilvirkni að markmiði. 

Lesa meira

Eldri fréttir


Tungumál


Flýtival