Hoppa yfir valmynd
11. mars 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Opinn kynningarfundur um áætlun stjórnvalda um máltækni 14. mars

Skýrsla stýrihóps um gerð máltækniáætlunar stjórnvalda, Íslenskan okkar, alls staðar: Áætlun um máltækni, verður kynnt á opnum kynningarfundi á Parliament hóteli við Austurvöll næstkomandi fimmtudag, 14. mars, kl. 12:30. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, mun setja fundinn.

Skýrslan fjallar um íslenska máltækni en í henni má finna tillögur hópsins að aðgerðum fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið í málefnum máltækni til ársins 2026. Björgvin Ingi Ólafsson, formaður hópsins, mun kynna innihald skýrslunnar á fundinum. Ásamt Björgvini sitja þau Lilja Dögg Jónsdóttir og Páll Ásgeir Guðmundsson í stýrihópnum.
Fundurinn er opinn öllum en hagaðilar, bæði þeir sem starfa í máltækni og aðrir úr íslensku atvinnulífi, eru sérstaklega hvattir til að sækja fundinn.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum