Hoppa yfir valmynd
21. mars 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

900 milljónir veittar í styrki vegna orkuskipta

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 900 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslags- og orkumála í ár.

Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og eru styrkflokkar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að styðja við orkuskipti á landsvísu. Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu og eru styrkirnir ætlaðir til að styðja við fjölbreytt verkefni sem tengjast sjálfbærri orkunýtingu, svo sem innviði fyrir rafknúin faratæki, raf- og lífeldsneytisframleiðslu og lausnir sem draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.

„Ísland stendur frammi fyrir miklum áskorunum í loftslags- og orkumálum.  Styrkir Orkusjóðs eru mikilvægir í því stóra verkefni að að Ísland nái metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum sínum og við sem samfélag náum að framkvæma þriðju orkuskiptin,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og hvetur fólk af öllum kynjum til að kynna sér sjóðinn.

Styrkir til verkefna:

Innviðir fyrir rafknúin farartæki, skip og flugvélar:

  • Viðbótarkostnaður tengingar raforku til stærri flutnings- og samgöngutækja sbr. Raforkulög nr. 65/2003.
  • Notkun við tengipunkta, til dæmis tækja og tól við hafnir til vöru- og/eða fólksflutninga.

Raf- og lífeldsneytisframleiðsla:

  • Raf- og lífeldsneytisframleiðsla, að meðtöldum búnaði og tækjum sem þarf til að nýting geti orðið til dæmis áfyllingarstöðvar, þjöppur, lagnir, flutningstæki, bátar og skip. 

Lausnir sem draga úr notkun jarðefnaeldsneytis:

  • Líforkuver (til dæmis vinnsla úr sorpi), viðarperluframleiðsla, skip/flugvélar og stórar gröfur eða vinnuvélar.
  • Orkugeymslur (til dæmis rafhlöður og varmatankar).
  • Háhita varmadælur (sem eru sannreynd tækni) með möguleika tengingu við veitur til húshitunar.
  • Varmadælur við veitur, til dæmis viðarkynnt varaafl í stað jarðefnaeldsneytis og varmageymslu eftir því sem við á.
  • Framleiðsla raforku og varma (til dæmis sólar, vind, lífeldsneyti) sem nýtist beint eða óbeint í stað jarðefnaeldsneytis.

Umsóknarfrestur er til 23. apríl.

Orkusjóður fer með umsjón með auglýsingu og umsýslu styrkjanna. Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is.

Nánari upplýsingar: 

www.orkusjodur.is

Staða og áskoranir í orkumálum

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Orkustefna

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum