Hoppa yfir valmynd
13. maí 2013 Forsætisráðuneytið

Samráðsvettvangur: Hagvaxtartillögur verkefnisstjórnar

Samráðsvettvangur um aukna hagsæld
Samráðsvettvangur um aukna hagsæld

Á 3. fundi Samráðsvettvangs um aukna hagsæld, sem haldinn var 8. maí sl, voru lagðar fram og kynntar tillögur sjálfstæðrar verkefnisstjórnar varðandi hagvaxtarmarkmið, opinbera þjónustu, innlenda þjónustu, auðlindageira og alþjóðageira. Tillögurnar í heild má nálgast á vef forsætisráðuneytisins og á vef Samráðsvettvangsins. 60 til 70 sérfræðingar  hafa komið að gerð tillagnanna með einum eða öðrum hætti.

Tillögurnar verða teknar til ítarlegrar umræðu á næsta fundi Samráðsvettvangsins 22. maí nk. en fyrirliggjandi verkáætlun gerir ráð fyrir því að Samráðsvettvangurinn skili endanlegum tillögum til forsætisráðherra í september næstkomandi.

Nánari upplýsingar um tilurð Samráðsvettvangsins er einnig að finna á vef forsætisráðuneytisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum