Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um húsnæðismál endurhæfingarstofnana

Heilbrigðisráðuneytið

Hlutverk hópsins verður að móta heildstæða stefnu í húsnæðismálum endurhæfingarþjónustu og að skoða leiðir til fjármögnunar á viðhaldi húsnæðis sem hýsir slíka þjónustu, en í þjónustusamningum Sjúkratrygginga Íslands við veitendur endurhæfingarþjónustu er ekki gert ráð fyrir leigu- eða viðhaldskostnaði á húsnæði sem hýsir þjónustuna. 

Óskað var eftir tilnefningum í hópinn frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, Sjúkratryggingum Íslands og fjármála- og efnahagsráðuneyti. 

Starfshópinn skipa

  • Angela G. Eggertsdóttir, án tilnefningar, formaður hópsins
  • Sigurjón Norberg Kjærnested, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Júlíana H. Aspelund, tilnefnd af Sjúkratryggingum Íslands
  • Hrafn Hlynsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Selma Margrét Reynisdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti

 Hrafnhildur Ýr Erlendsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu er starfsmaður hópsins. 

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 30. janúar 2024. Gert er ráð fyrir að hópurinn ljúki störfum fyrir 1. nóvember 2024. 

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum