Hoppa yfir valmynd
26. ágúst 2021

Fjögur íslensk gallerí meðal þátttakenda á Chart Art Fair 2021

Í dag opnaði formlega listahátíðin Chart Art í Charlottenborg á Nyhavn. Chart Art hátíðin er leiðandi norræn samtímalistahátíð, þar sem valin norræn gallerí koma saman og kynna verk sinna listamanna.

Frá Íslandi voru að þessu sinni fjórum galleríum boðin þátttaka, Hverfisgalleríi, Berg Contemporary, i8 Gallery og Þula.

 

Boðið verður upp á veglega dagskrá viðburða, fyrirlestra og innsetninga, en þess má geta að myndlistarmaðurinn Loji Höskuldsson frumsýnir á hátíðinni verk sem hann vann í samstarfi við danska hönnunarfyrirtækið HAY. Um er að ræða 10 metra langan HAY sófa sem prýddur er handsaumi eftir Loja. 

Hátíðin stendur yfir til 29.ágúst, en nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Chart Art Fair.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum