Hoppa yfir valmynd
17. júní 2024

Fánar

Málverk eftir Þórarin B. Þorláksson af Alþingishúsinu - mynd

Fánar eru tákn sem gegna margs konar hlutverki. Þjóðfánar eru tákn lands og þjóðar og lög um íslenska fánann voru fyrstu lögin sem voru samþykkt á eftir stjórnarskránni 17. júní árið 1944. Íslenski fáninn fékk hins vegar staðfestingu konungs þegar árið 1915.

Í Sýningarstofu Safnahússins við Hverfisgötu verður sjónum beint að fjölbreyttum verkum úr safneign Listasafns Íslands þar sem fánar eru útgangspunkturinn. Fánarnir eru af ýmsu tagi: pappírsfánar, tréfánar, ósýnilegir fánar, prjónaðir í sauðalitunum og í málverki. Tvö elstu verkin á sýningunni eru eftir Þórarin B. Þorláksson. Annars vegar málverk af svokallaðri fánanefnd og hins vegar af Alþingishúsinu, þar sem íslenski fáninn blaktir við hún. Yngsta verkið á sýningunni, Daufur skuggi, er textílverk frá 2015 eftir Unnar Örn Auðarson Jónasson.

Staðsetning og dagsetning: Safnahúsið við Hverfisgötu, 17. júní – 25. ágúst 2024

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum