Hoppa yfir valmynd

Greining á útgjöldum

Upplýsingar sem hér fara á eftir sýna rekstrarniðurstöðu málaflokka, bæði innan ársins 2022 og að teknu tilliti til stöðu fjárheimilda frá fyrri árum.

Rekstur málefnasviða, málaflokka og fjárlagaliðar sýnir rekstrarútgjöld að undanskildum útgjöldum vegna fjárfestinga. Í fyrsta dálki eru raunútgjöld eða ráðstafað á árinu, þ.e. gjöld að frádregnum sértekjum sem stofnanir afla sér. Í næsta dálki eru til samanburðar sýnd áætluð útgjöld ársins en fjárveitingar taka mið af þeim áætlunum sem stofnanirnar leggja fram. Síðan er sýnt frávik raungjalda frá áætlun og hversu stórt frávikið er hlutfallslega. Næstu tveir dálkar sýna stöðu fjárheimilda frá fyrra ári og hlutfall þeirra af raunútgjöldum yfirstandandi árs.

Heildarútgjöld fyrir árið 2022 voru 48,5 ma.kr. Rekstrarfjárheimildir á tímabilinu voru alls 48,3 ma.kr. sem þýðir að staða rekstrarfjárheimilda á tímabilinu var neikvæð um 149 m.kr. eða um 0,3% af útgjaldaheimildum. Heildarstaða rekstrarfjárveitinga, þ.e. fjárveitinga ársins 2022 auk stöðu fjárveitinga frá fyrra ári er jákvæð á öllum málefnasviðum.

Samanlögð staða fjárveitinga frá árinu 2022 var neikvæð um 149 m.kr. Heildarstaða fjárveitinga, þ.e. fjárveitinga ársins og fjárveitinga frá fyrri árum var jákvæð um 2,3 ma.kr. Af 30 stofnunum ráðuneytisins voru 14 þeirra með jákvæða stöðu fjárveitinga um áramótin.

Fjárfesingar málefnasviða, málaflokka og fjárlagaliðar sýna fjárfestingaframlög innan ársins 2022 og að teknu tilliti til stöðu fjárheimilda frá fyrri árum. Í fyrsta dálki er fjárheimild ársins. Í öðrum dálki er ónýttar fjárheimildir frá fyrra ári. Í þriðja dálki eru raunútgjöld ársins. Loks sést í fjórða dálki hverju er óráðstafað í árslok.

Frávikagreining og yfirlit yfir árslokastöðu ríkisaðila

Alls voru 52 fjárlagaliðir á ábyrgð ráðuneytisins fjárlagaárið 2022. Þar af voru 30 stofnanir en aðrir fjárlagaliðir, s.s. sjóðir, safnliðir og varasjóðir voru 22. Verkefni þeirra liða skiptast á 9 málaflokka á fjórum málefnasviðum.

Í eftirfarandi umfjöllun er gerð nánari grein fyrir frávikum einstakra liða eftir því sem ástæða er til. Myndirnar sýna stöðu fjárlagaliða eftir árið, að teknu tilliti til stöðu fjárheimilda frá fyrra ári. Ef frávik er innan 4% af rekstri þá er yfirleitt ekki talin ástæða til sérstakra skýringa því ýmsar eðlilegar ástæður geta verið á fráviki af slíkri stærðargráðu. Hafa verður í huga að tölur sem gefnar eru upp í krónum gefa ekki endilega rétta mynd af stöðu liðanna vegna þess að reksturinn er mjög mismunandi að umfangi.

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Málefnasviði 18 Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál tilheyra alls þrír útgreiðsluliðir og einn varasjóður eða alls fjórir liðir. Á öllum liðum er staða fjárheimilda jákvæð eftir árið. Málefnasviðið er 39,1 m.kr. undir heimildum ársins 2022

Uppsöfnuð frávik frá fjárheimildum (m.kr.)

 

Framhaldsskólastig

Málefnasviði 20 Framhaldsskólastig tilheyra 27 stofnanir, 10 útgreiðsluliðir og einn varasjóður, eða samtals 38 liðir. Málefnasviðið er 1.361,2 m.kr. undir heimildum ársins 2022.

Uppsöfnuð frávik frá fjárheimildum (m.kr.)

 

Alls voru 52 fjárlagaliðir á ábyrgð ráðuneytisins fjárlagaárið 2022. Þar af voru 30 stofnanir en aðrir fjárlagaliðir, s.s. sjóðir, safnliðir og varasjóðir voru 22. Verkefni þeirra liða skiptast á 9 málaflokka á fjórum málefnasviðum.

Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála

Málefnasviði 22 Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála tilheyra ein stofnun, aðalskrifstofa ráðuneytisins, 4 útgreiðsluliðir og einn varasjóður, alls 7 liðir. Málefnasviðið er 122,7 m.kr. undir fjárheimildum ársins. Stærsta skýringin á jákvæðri stöðu fjárheimilda er vegna uppsafnaðar stöðu á verkefnalið málaflokks er hýsir fjárheimild vegna Menntarannsóknasjóðs, en fyrirhuguð úthlutun úr sjóðnum frestaðist til ársins 2023.

Uppsöfnuð frávik frá fjárheimildum (m.kr.)

 

Fjölskyldumál

Málefnasviði 29 Fjölskyldumál tilheyra tvær stofnanir, einn útgreiðsluliður og varasjóður. Málefnasviðið er 970,3 undir heimildum ársins 2022. Að langmestu leyti má skýra stöðuna með því að aðgerðir vegna farsældar barna hafa tafist, m.a. vegna uppskiptingar ráðuneytanna. Fjárheimildirnar verða nýttar á árinu 2023. Að auki er staða fjárheimilda Barna- og fjölskyldustofu jákvæð vegna tafa við uppsetningu nýs meðferðarúrræðis. Staða fjárheimilda Greiningar- og ráðgjafarstöðvar er neikvæð þar sem stofnunin varð fyrir verulegum útgjöldum í kjölfar flutninga í bráðabirgðahúsnæði vegna mikilla rakaskemmda í starfsstöðvum hennar.

Uppsöfnuð frávik frá fjárheimildum (m.kr.)

 

Varasjóðir

 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum