Hoppa yfir valmynd

Talningar

Talningar á Microsoft leyfum fara einu sinni á ári hjá þeim stofnunum sem heyra undir microsoft samninginn. Leyfisumsýslan hefur umsjón með talningunni. Í stuttu máli gengur leyfistalningin út á að hver stofnun fyrir sig þarf að gefa upp hvaða Microsoft leyfi hún hefur í notkun og þannig tryggja að þau séu samræmi við leyfisskilmála og að greitt sé fyrir þau.

Talningin fer þannig fram að leyfisumsýslan sendir forstöðumönnum- og tæknilegum tengiliðum stofnana talningarblað með upplýsingum um núverandi leyfisstöðu stofnunarinnar. Leyfisstaða stofnunarinnar er samanlögð leyfisstaða pr. leyfisgerð (SKU) eins og hún var við lok síðustu talningar auk leyfa sem stofnunin hefur keypt aukalega síðan þá.

Það er alltaf hægt að bæta við og kaupa leyfi á samninginn en það er ekki hægt að fækka leyfum nema við talningu. Talningin er því sá tímapunktur þar sem stofnuninni gefst kostur á að hagræða með því að fækka leyfum ef það á við.

Forstöðumenn stofnana bera ábyrgð á leyfunum og standist stofnunin ekki leyfisendurskoðun kann það að hafa réttarfarslegar og fjárhagslegar afleiðingar.

Talningalíkan

Leyfiskilmálar Microsoft vegna þjóna taka stöðugt breytingum. Til að auðvelda talningur  leyfisfjölda sem þarf samkvæmt núverandi skilmálum þá er hér Talningarlíkan sem hjálpar við að finna réttan leyfisfjölda.

Upplýsingar um hvaða leyfi stofnunin hefur í notkun er oftast hægt að nálgast hjá tæknimönnum innan stofnunar eða hjá þjónustufyrirtækjum sem annast upplýsingatækni þeirra.  Athugið að í  sumum tilvikum geta leyfi bæði legið hjá þjónustufyrirtækjum og innan stofnunar.

Talningalíkan

Leyfiskilmálar Microsoft vegna Windows Server taka stöðugt breytingum. Til að auðvelda þér að ákvarða leyfisfjölda samkvæmt núverandi skilmálum þá er hér líkan sem þú getur fyllt út og reiknar líkanið leyfisfjöldann sem þú þarft að kaupa.

Talningamódelið er birt og notist með fyrirvara um villur og breytingar

Hlaða niður: Talningarlíkan 2024 v.1.5.xlsx

Fyrir hvern server (járn) þarf að færa inn:

  1. Nafn
  2. STD/EN:

Athugið að ENT leyfi eru mun dýrari en STD

  1. Notendur
  2. CPU
  3. Core pr. cpu

Eftir þetta reiknar líkanið út þann fjölda leyfa sem þarf.

Fyrir hvern server (járn) færðu inn:

  • Nafn
  • STD/DC
  • CPU
  • Core pr. cpu
  • VM's

Eftir þetta reiknar líkanið út þann fjölda leyfa sem þarf.

 Á að nota lausnina til að tengjast SQL frá internetinu?

 Já 

 Nei 

  • Kaupa Core leyfi
  • Ef þú þarft að kaupa CORE leyfi þá þarftu að segja okkur hvað eru mörg CPU og CORE í vélinni (járn eða VM) 

 X 

 

  • Hvað eru margir notendur eða aðgangur frá mörgum vélum (pr. device eða pr. user módel)
  • Þá kaupir þú SQL Server og svo fjölda notenda eða vélar sem þurfa að tengjast.

 

X

Ef það á að hýsa lausn í SQL fyrir aðra en starfsmenn stofnunarinnar, þá er það allt annað leyfaumhverfi svokallað SPLA. Þá þarf að skoða með hýsingaraðila hvort það sé hentug lausn.

Reglan

Fyrir hvert járn/þjón þarf að úthluta minnst 8 kjarnaleyfum á hvern örgjörva og að lágmarki 16 kjarnaleyfi á netþjón. Það má vera með mest 2 sýndarvélar á hverju járni miðað við þessa uppsetningu.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum