Hoppa yfir valmynd

Greining á útgjöldum

Hér fyrir neðan má sjá þá málaflokka sem umhverfis-, orku og loftslagsráðherra ber ábyrgð á, ásamt hlutdeild ráðherra í þeim málaflokkum þar sem ábyrgð skiptist á milli fleiri ráðherra.

Málefnasvið 15 Orkumál

Í málaflokki 15.10 Orkumál er neikvætt frávik rekstar frá áætlun ársins 281,7 m.kr. eða 4,7% en að teknu tilliti til árslokastöðu fyrra árs (uppsafnað frávik) er frávikið neikvætt um 230,2 m.kr. eða 3,8%. Helstu skýringar á uppsöfnuðu fráviki í árslok 2022 eru:

  • Jákvætt frávik hjá Orkustofnun að fjárhæð 98,8 m.kr. sem skýrist að hluta til af uppsöfnuðum rekstrarafgangi fyrri ára og tilfærslu verkefna milli ára.
  • Neikvætt frávik á Orkusjóði að fjárhæð 85,4 m.kr. sem skýrist af styrkjagreiðslum. Gert er ráð fyrir að hallinn jafnist út á árinu 2023.
  • Neikvætt frávik á fjárlagaliðnum Ýmis orkumál að fjárhæð 246,7 m.kr. sem skýrist af greiðslum 2021 og 2022 til átaksverkefnis frá 2020 til að flýta fyrir jarðstrengjavæðingu og þrífösun dreifikerfis raforku.

Málefnasvið 17 Umhverfismál

Í málaflokki 17.10 Náttúruvernd, skógrækt og landgræðsla er jákvætt frávik rekstrar frá áætlun ársins 133,9 m.kr. eða 6,6%, en að teknu tilliti til árslokastöðu fyrra árs (uppsafnað frávik) er frávikið jákvætt um 174,2 m.kr. eða 8,4%. Helstu skýringar á uppsöfnuðu fráviki í árslok 2022 eru:

  • Jákvætt frávik að fjárhæð 147,8 m.kr. á fjárlagaliðnum Þjóðgarðar og friðlýst svæði sem tilheyrir Umhverfisstofnun. Um er að ræða fjárfestingarframlag frá Landsáætlun um uppbyggingu innviða, LUI, sem ekki var bókað hjá Fjársýslunni með sambærilegum hætti og undanfarin ár.
  • Neikvæð frávik hjá Vatnajökulsþjóðgarði að fjárhæð 44,9 m.kr. sem skýrist af tekjum sem gert var ráð fyrir í áætlun en skiluðu sér ekki á árinu. Gert er ráð fyrir að frávikið jafnist út á árinu 2023.
  • Jákvætt frávik hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum að fjárhæð 46,9 m.kr. Sem skýrist af aðhaldsaðgerðum á árinu 2022 og hærri sértekjum en gert var ráð fyrir í áætlun.

Í málaflokki 17.20, Rannsóknir og vöktun á náttúru Íslands er jákvætt frávik rekstrar frá áætlun ársins 90,1 m.kr. eða 3,7%, en að teknu tilliti til árslokastöðu fyrra árs (uppsafnað frávik) er frávikið neikvætt um 15,6 m.kr. eða 0,7%. Helstu skýringar á uppsöfnuðu fráviki í árslok 2022 eru:

  • Jákvætt frávik að fjárhæð hjá Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn að fjárhæð 12,2 m.kr. þar af er 5 m.kr. höfuðstóll frá fyrra ári.
  • Jákvætt frávik að fjárhæð hjá Náttúrufræðistofnun Íslands að fjárhæð kr. 37 m.kr., Þar af eru 15,5 m.kr. frá fyrra ári. Frávik ársins 2022 skýrist að mestu af hærri tekjum af ráðgjafaverkefnum en áætlun gerði ráð fyrir.
  • Neikvætt frávik hjá Veðurstofu Íslands að fjárhæð 67 m.kr. sem skýrist af uppsöfnuðum taprekstri fyrri ára sem m.a. er tilkominn vegna ófyrirséðra náttúruváratburða. Gert er ráð fyrir að frávikið lækki á árinu 2023.

Í málaflokki 17.30, Meðhöndlun úrgangs er jákvætt frávik rekstrar frá áætlun ársins 142,5 m.kr. eða 2,2%, en að teknu tilliti til árslokastöðu fyrra árs (uppsafnað frávik) er frávikið jákvætt um 1.364,8 m.kr. eða 18%. Helstu skýringar á uppsöfnuðu fráviki í árslok 2022 eru:

  • Jákvætt frávik hjá Úrvinnslusjóði að fjárhæð 1.560,7 m.kr. en frávikið skýrist af því að hluti tekna fer í að mæta framtíðarskuldbindingum einstakra vöruflokka.
  • Neikvætt frávik hjá Endurvinnslunni hf. að fjárhæð 195,9 m.kr. Innheimt skilagjald og umsýsluþóknun skv. tekjuáætlun myndar neikvæða árslokastöðu á fjárlagalið.

Í málaflokki 17.40 Varnir gegn náttúruvá er neikvætt frávik rekstrar frá áætlun ársins 120,2 m.kr. eða 4,5 %, en að teknu tilliti til árslokastöðu fyrra árs (uppsafnað frávik) er frávikið jákvætt um 555,7 m.kr. eða 16,5% Skýring á uppsöfnuðu fráviki í árslok 2022 er:

  • Jákvætt frávik Ofanflóðasjóðs að fjárhæð 555,7 m.kr. skýrist af seinkun verkefna.

Í málaflokki 17.50 Stjórnsýsla umhverfismála er neikvætt frávik rekstrar frá áætlun ársins 2.220,5 m.kr. eða 42,1%, en að teknu tilliti til árslokastöðu fyrra árs (uppsafnað frávik) er frávikið neikvætt um 1.643,2 m.kr eða 28,1 %. Helstu skýringar á uppsöfnuðu fráviki í árslok 2022 eru:

  • Jákvætt frávik hjá Umhverfis,-orku og loftlagsráðuneytinu, aðalskrifstofu að fjárhæð 9,2 m.kr.
  • Jákvætt frávik hjá Úrskurðanefnd umhverfis-og auðlindamála að fjárhæð 17,3 m.kr. sem skýrist af breytingum í starfsmannahaldi og frestun á afgreiðslu mála.
  • Neikvætt frávik á fjárlagaliðnum Ýmis verkefni að fjárhæð 3.090,5 m.kr. sem liggur að mestu á liðnum Styrkir, framlög og verkefni og skýrist af lokafærslum 2.951 m.kr. vegna loftlagsheimilda 2021 og 2021.
  • Jákvætt frávik hjá Umhverfisstofnun að fjárhæð 720,1 m.kr. Um er að ræða 618 m.kr. fjárfestingarframlag frá Landsáætlun um uppbyggingu innviða, LUI, sem ekki var bókað hjá Fjársýslunni með sambærilegum hætti og undanfarin ár. Jafnframt er um að ræða uppsafnaðan höfuðstól fyrri ára sem meðal annars er tilkominn vegna seinkun verkefna.
  • Jákvætt frávik á fjárlagaliðnum Styrkir til fráveitna sveitarfélaga að fjárhæð 469,3 m.kr. sem skýrist af seinkun verkefna.
  • Neikvætt frávik hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar að fjárhæð 13,8 m.kr. Sem skýrist af leiðréttingu tekna frá fyrra ári. Jákvætt frávik vegna varasjóðs málaflokks 17.50 að fjárhæð 115,4 m.kr.

Fjárfesting málaflokka 

  1. Vatnajökulsþjóðgarður - Jákvætt frávik 488 m.kr. sem skýrist að mestu af uppsöfnuðum höfuðstól fyrri ára þar sem fjárfestingin á árinu 2022 er mun meiri en framlagið. Frávik skýrast vegna tafa eða frestunar á framkvæmdum. 
  2. Umhverfisstofnun – jákvæð frávik 596 m.kr. þar af 547 m.kr. frá fyrra ári sem skýrist af töfum eða frestun framkvæmda.  Stofnunin er einnig með 100 m.kr. jákvætt frávik í málaflokki 17.50 af sömu ástæðum. 
  3. Veðurstofa Íslands – neikvætt frávik 203 m.kr. sem skýrist af því að stofnunin fjármagnaði kaup og uppsetningu á veðurratsjám á árunum 2020-2023 í tengslum við samning við Alþjóðaflugmálastofnunina (ICAO).  Samkvæmt samningi mun ICAO endurgreiða fjárfestinguna á tíu árum til og með 2033. 

Yfirlit yfir styrki og sjóði

Yfirlit yfir ráðstöfun varasjóða, ráðstöfunarfé ráðherra, rekstrar- og verkefnastyrki, ásamt skuldbindandi styrk- og samstarfssamningum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum