Hoppa yfir valmynd

Þjónusta við Íslendinga

Sendiráð Íslands gagnvart Sviss er staðsett í Genf og hefur það hlutverk að veita þeim Íslendingum sem búsettir eru í Sviss og eiga hér leið um margvíslega þjónustu.

Sendiráðið annast m.a. útgáfu vegabréfa, neyðarvegabréfa og svo eitthvað sé nefnt.

Sé þörf á frekari upplýsingum um aðstoð við Íslendinga erlendis er bent á vef borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins en í neyðartilfellum má ná í starfsmann borgaraþjónustu í síma +354 545 9900

Sá sem hefur fasta búsetu erlendis og glatar íslensku ökuskírteini sínu getur ekki lengur sótt um endurútgáfu þess.  Föst búseta miðast við að viðkomandi búi a.m.k. 185 daga erlendis á hverju almanaksári.  Undanskildir eru aðilar sem dvelja erlendis vegna tímabundinna verkefna eða náms (12. gr. tilsk. nr. 2006/126/EBE).  Íslendingar með fasta búsetu erlendis verða því að sækja um nýtt ökuskírteini í því landi sem þeir teljast hafa fasta búsetu.  

Íslensk ökuskírteini eru gild í Sviss en jafnframt þarf að framvísa alþjóðlegu ökuskírteini eða löggilda þýðingu á ökuskírteininu (á ensku, frönsku, þýsku, ítölsku).  Hafi viðkomandi verið búsettur í Sviss í meira ein 12 mánuði þarf að sækja um svissneskt ökuskíretini.  Nánari upplýsingar má finna hér

Námsmenn við íslenskar menntastofnanir geta sótt um að taka fjarpróf í fastanefndinni á virkum dögum á milli kl. 09:00 - 16:30

Ferlið er eftirfarandi:

Námsmaður sækir um próftöku í fastanefndinni á netfangið [email protected]

Námsmaður sendir næst inn umsókn um fjarpróf til skólans eftir að hafa fengið svar frá fastanefndinni.

Skólinn upplýsir fastanefndina um að heimild sé veitt fyrir próftöku í fastanefndinni.

Námsmaður staðfestir viku fyrir próf að hann eða hún ætli að þreyta prófið.

Skólinn sendir fastanefndinni prófið a.m.k. einum virkum degi fyrir prófdag.

 

Námsmaður greiðir CHF 5 fyrir póstburðargjald til fastanefndarinnar fyrir hvert próf

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum