Hoppa yfir valmynd

Sjálfbærni og orkuskipti

Hlutverk starfshópsins Sjálfbærni og orkuskipti er að fara yfir fyrirliggjandi gögn, safna saman ólíkum sjónarmiðum og ábendingum, vinna úr þeim og skila til stýrihóps fjórum til fimm útfærðum tillögum að aðgerðum innan síns sviðs í takt við áherslur sem koma fram í uppfærðum stefnuramma sem myndar grunn að Ferðamálastefnu 2030.

Á meðal þess sem hópurinn hefur til umfjöllunar er:

  • Sjálfbær nýting náttúruauðlinda
  • Umgengni og vernd náttúruauðlinda
  • Landfræðileg nálgun
  • Rannsóknir á náttúruauðlindum
  • Þolmörk áfangastaða / Jafnvægisás
  • Orkuskipti og orkuskiptainnviðir
  • Loftlagsaðgerðir og aðlögun
  • Græn ferðaþjónusta
  • Hringrásahagkerfið
  • Úrgangur
  • Matarsóun

Miðað er við að hver starfshópur fundi reglulega og fundi meðal annars með helstu haghöfum sem umræddir áherslupunktar varða. Formenn starfshópa funda reglulega með stýrihópi verkefnisins um framgang innan starfshópsins og samræmingu. 

Skipan hópsins

Formaður: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Hreinn Hrafnkelsson, sérfræðingur hjá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu
Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri náttúruverndar og grænna áfangastaða hjá Umhverfisstofnun
Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Grænvangi
Katrín Georgsdóttir, umhverfis- og gæðastjóri hjá Eldingu (tilnefnd af SAF)
Kristín Halldóra Halldórsdóttir, umhverfisfræðingur hjá Travel Connect (tilnefnd af SAF)
Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu (tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitafélaga)

Með hópnum starfa:

Anna Katrín Einarsdóttir, ráðgjafi RATA
Sunna Þórðardóttir, menningar- og viðskiptaráðuneytið
Ágúst Elvar Bjarnason, SAF

 
Síðast uppfært: 25.1.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum