Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Ríkisstjórnin samþykkir viðbótargreiðslur í desember til umsækjenda um alþjóðlega vernd

Undanfarin ár hafa umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi fengið greiðslu í desember til viðbótar við fastar framfærslugreiðslur. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita samtals rúmar fimm milljónir kr. af ráðstöfunarfé sínu í þessar greiðslur.

Í lok október nutu tæplega 600 umsækjendur um alþjóðlega vernd þjónustu hjá Útlendingastofnun og sveitarfélögunum Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum