Hoppa yfir valmynd

Greining á útgjöldum

Útgjöld málaflokks 2.1, Hæstiréttur, voru 241,6 m.kr. á árinu eða 5,8% umfram heimildir ársins. Að teknu tilliti til uppsafnaðra heimilda fyrri ára var staðan neikvæð um 4,1 m.kr. Staða fjárfestingaframlaga var jákvæð um 5,1 m.kr. í árslok 2022.

Héraðsdómstólar, málaflokkur 2.2 var 18,5 m.kr. innan fjárheimilda ársins og 194,8 m.kr. þegar búið er að taka tillit til uppsafnaðra fjárheimilda fyrri ára, varasjóður málaflokksins er hluti af uppsöfnuðum heimildum. Fjárfestingar á árinu voru að fjárhæð 13,5 m.kr. og staða fjárfestingaheimilda í árslok 4,1 m.kr.

Útgjöld Landsréttar, málaflokks 2.3, voru 805,8 m.kr. á árinu. Það er 6.4 m.kr. umfram heimildir ársins en 11,1 m.kr. innan uppsafnaðra rekstrarheimilda. Fjárfestingaheimild Landsréttar var neikvæð um 10,7 m.kr. í árslok 2022.

Fjárfestingar Dómstólasýslunnar námu 18,4 m.kr. á árinu 2022 og óráðstöfuð fjárfestingaheimild í árslok nam 100 m.kr. Útgjöld Dómstólasýslunnar námu 358,4 m.kr. á árinu sem er 4.6 m.kr. umfram uppsafnaðar rekstrarfjárheimildir.

Málefnasvið 9, Almanna- og réttaröryggi, var 1.246 m.kr. umfram heimildir ársins, þegar búið er að taka tillit til uppsafnaðra heimilda fyrri ára er hallinn 1.060 m.kr. eða 3,2%. Það skýrist að mestu leyti af liðnum réttaraðstoð og bætur sem var 1.006 m.kr. í halla um áramót. Á þessu lið er málskostnaður í opinberum málum, opinber réttaraðstoð og bætur brotaþola, sem ráðuneytið hefur ekki stjórn á.

Útgjöld málaflokks 9.1, löggæsla, nam 20.767,9 m.kr. Uppsöfnuð heildarfrávik ársins voru 441,2 m.kr. eða 2,1% innan uppsafnaðra fjárheimilda. Ríkislögreglustjóri er 13 m.kr innan heimilda ársins en halli fyrri ára gerir það að verkum að árið endar í 163 m.kr. halla. Uppsöfnuð heimild Lögreglustjórans á Suðurnesjum er 128 m.kr. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra er 62 m.kr. innan uppsafnaðra rekstrarheimilda. Það skýrist fyrst og fremst af því að ekki fékkst starfsfólk til starfa fyrr en seint á árinu, svo það vantaði í 1 ½ - 2 stöður. Útgjöld lögreglustjórans í Vestmannaeyjum eru 12,8 m.kr. umfram heimildir ársins, en að teknu tilliti til uppsafnaðra fjárheimilda fyrri ára er hann 17,7 m.kr. innan rekstrarheimilda. Fjárfestingaheimild löggæslunnar nam 1.363,5 m.kr. um áramótin 2022/2023. Það samanstendur að mestu leyti af fyrirhuguðum Schengen verkefnum sem hafa tafist og svo samhæfingamiðstöð viðbragðsaðila en framkvæmdum við stöðina hefur verið frestað.

Halli var á fjárfestingaheimild Landhelgisgæslunnar í árslok 2022 um 168 m.kr. Það skýrist að mestu leyti af umfram fjárfestingu fyrri ára. Útgjöld málaflokksins til rekstrar var 318 m.kr. umfram heimild ársins og 440,6 m.kr. uppsafnað. Margföldun eldsneytisverðs vegna heimsástands, auknum rekstrarkostnaði varðskipa samhliða komu Freyju, standsetningar hennar og staðsetningu á Siglufirði, óvænt bilun á Þór og léleg afkoma af Frontex verkefnum er helsta ástæða hallans.   

Á málaflokki 9.3 eru tvær stofnanir, Ríkissaksóknari og Héraðssaksóknari. Uppsöfnuð heimild Ríkissaksóknara í árslok var 12,4 m.kr. og fjárfestingaheimildin í árslok var 9,2 m.kr. Héraðssaksóknari var 14 m.kr. umfram uppsafnaðar heimildir eða 1.1%. Fjárfestingaheimild Héraðssaksóknara var á núlli í árslok.

Fangelsismálastofnun er 23,5 m.kr. umfram heimildir ársins og 53,5 m.kr. uppsafnað. Frávik eru í launakostnaði vegna aukningar í útgjöldum vegna styttingar vinnuvikunnar í vaktavinnu og mikilla veikindafjarvista. Þá eru einnig frávik í liðnum rekstrarvörur vegna aukins kostnaðar við aðföng. Fjárfestingaheimild málaflokksins stendur í 782,2 m.kr. um áramótin, liðurinn fangelsisbyggingar er þar stærstur með 809,7 m.kr.

Málefnasvið 10, réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmálaráðuneytisins, var 64,5 m.kr. innan heimilda ársins og 134,7 m.kr í halla að teknu tilliti til yfirfærslu frá fyrri árum.

Staða sýslumanna hefur batnað frá fyrri árum, í árslok 2022 voru þeir 143,3 m.kr. innan heimilda ársins og 125.7 m.kr. að teknu tilliti til fyrri ára. Fjárfestingaheimild sýslumanna var neikvæð um 4,1 m.kr.

Fjárfestingaheimild stjórnsýslu dómsmálaráðuneytisins var neikvæð um 5,4 m.kr. í árslok. Rekstrarheimild málaflokksins var 1,7 m.kr. umfram heimildir en 181,5 m.kr. umfram heimildir þegar búið er að taka tillit til uppsafnaðrar afkomu fyrri ára. Þar munar mestu um aukin kostnað við alþjóðasamstarf sem ekki hefur verið fjármagnaður í fjárlögum í samræmi við raunkostnað.

Úgjöld málaflokks 10.5, útlendingamál, voru 2.167,5 m.kr. eða 44,6 m.kr. umfram heimildir ársins. Að teknu tilliti til fyrri ára var staðan í árslok 2022, 36 m.kr. í halla. Liðurinn, umsækjendur um alþjóðlega vernd var 74 m.kr. í halla vegna aukningar umsókna um alþjóðlega vernd og vegna Úkraínustríðs. Útlendingastofnun er 5,5% innan heimilda og Kærunefnd útlendingamála er 1,8% innan heimilda. Fjárfestingaliður málaflokksins var 8 m.kr. um áramót og fjárfestingar ársins námu 37,3 m.kr.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum