Hoppa yfir valmynd
18. mars 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið

Stækkaðu framtíðina - Fólk utan höfuðborgarsvæðisins hvatt til að taka þátt

Stækkaðu framtíðina var kynnt 29. febrúar sl. af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra. Nú þegar hafa yfir 600 sjálfboðaliðar skráð sig til leiks en verkefnið hefur það að markmiði að víkka sjóndeildarhring nemenda í grunn- og framhaldsskólum landsins og gefa öllum ungmennum á Íslandi þannig tækifæri til að eiga fjölbreyttar fyrirmyndir. Þetta er gert með því að tengja fjölbreytt fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins þar sem sjálfboðaliðar segja nemendum frá starfi sínu og menntun.

Við kynningu verkefnisins var markmið sett um að ná 1000 sjálfboðaliðum á næstu vikum. Stækkaðu framtíðina hefur fengið mikil og jákvæð viðbrögð og ljóst er að mikill áhugi er á verkefninu sem sett er á laggirnar að breskri fyrirmynd sem ber heitið Inspiring the Future. Á rétt rúmum tveimur vikum hafa yfir 600 sjálfboðaliðar ákveðið að taka þátt í að stækka framtíðina og því ljóst að binda má raunhæfar væntingar til þess að framangreint markmið náist í náinni framtíð.

Öll sem tilbúin eru til að stækka framtíð ungmenna með því að segja frá námi sínu og störfum eru hvött til að skrá sig. Sérstaklega eru karlar og kvár hvött til að gerast sjálfboðaliðar, sem og öll utan höfuðborgarsvæðisins til þess að tryggja að ungmenni um landið allt fái tækifæri til að eignast fjölbreyttar fyrirmyndir. Einfalt er að skrá sig og hægt er að velja hversu margar heimsóknir í skóla sjálfboðaliði hefur tök á - allt eftir tíma og áhuga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum