Fréttasafn

Áramótaávarp forsætisráðherra 2012 - 31.12.2012

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra flytur áramótaávarp

Áramótaávarp Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra 31. desember 2012.

Lesa meira

Ríkisráðsfundi á Bessastöðum 31. desember 2012 er lokið - 31.12.2012

Bessastaðir

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag voru endurstaðfestar ýmsar afgreiðslur, sem fram höfðu farið utan ríkisráðsfundar.

Lesa meira

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum 31. desember 2012 - 29.12.2012

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum mánudaginn 31. desember 2012, gamlársdag, kl. 10.00.

Lesa meira

Ríkisstjórnin: 7,5 milljónir til góðgerðarsamtaka - 7.12.2012

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að ekki yrðu send jólakort innanlands í nafni ráðuneytanna. Þess í stað verði 7,5 milljónum króna veitt af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til tíu góðgerðarsamtaka hér á landi.

Lesa meira

Styrkveiting Þjóðhátíðarsjóðs til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum  - 6.12.2012

Í tilefni af síðustu styrkveitingu Þjóðhátíðarsjóðs

Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs hefur ákveðið að veita Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum styrk að fjárhæð kr. 892.790, sem jafnframt er síðasti styrkur sjóðsins, til viðgerðar á Flateyjarbók.

Lesa meira

Vandaðri undirbúningur lagasetningar - 5.12.2012

Gæði lagasetningar og leiðir til að stuðla að vönduðu og sveigjanlegu regluverki til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulífið hafa verið mikið til umræðu á alþjóðlegum vettvangi undanfarin ár. Íslensk stjórnvöld hafa fylgst grannt með þróun á þessu sviði og reynt eftir föngum að nýta reynslu erlendis frá á heimavettvangi.

Lesa meira

Ávarp forsætisráðherra við athöfn Barnaheilla á afmælisdegi barnasáttmála SÞ - 20.11.2012

Athöfn Barnaheilla á afmælisdegi barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flutti ávarp við athöfnina. Hún sagði meðal annars að þjóð sem hlúir vel að börnum og unglingum hljóti að leggja grunn að heilbrigðu og sterku samfélagi.

Lesa meira

Málstefna Stjórnarráðs Íslands - 16.11.2012

Dagur íslenskrar tungu

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, á degi íslenskrar tungu, málstefnu fyrir Stjórnarráð Íslands.

Lesa meira

Ný skýrsla starfshóps um samþættingu menntunar og atvinnu - 13.11.2012

Starfshópur um samþættingu mennta- og atvinnumála, sem settur var á laggirnar á grundvelli þingsályktunar um sama efni í júní 2011, hefur skilað skýrslu með tillögum sínum til forsætisráðherra. Tillögurnar snerta skilvirkni menntastefnunnar, aukið vægi verk- og tæknináms í íslensku menntakerfi, samstarf atvinnulífs og skóla og samráð um þróun menntunar.

Lesa meira

142 milljóna króna fjárframlag til Bjargráðasjóðs vegna tjóns á Norðurlandi í septemberóveðrinu - 13.11.2012

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að  Bjargráðasjóði  verði veittar 120 m. kr. af óskiptum fjárheimildum ársins 2012 til að bæta tjón sem varð í óveðrinu á Norðurlandi 9. – 11. september sl.   Lesa meira

Heillaóskir til Obama - 7.11.2012

Forsætisráðherra hefur sent forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, heillaóskabréf vegna sigurs hans í forsetakosningum í Bandaríkjunum í gær.  Lesa meira

Forsætisráðherra skipar nýtt Vísinda- og tækniráð - 31.10.2012

Forsætisráðherra hefur skipað Vísinda- og tækniráð til næstu þriggja ára. Vísinda- og tækniráð starfar skv. lögum nr. 2/2003 og hefur m.a. það hlutverk að marka stefnu stjórnvalda á sviði vísinda- og tæknimála til þriggja ára í senn.

Lesa meira

Fundir norrænna forsætisráðherra og leiðtogahluti Norðurlandaráðsþings - 30.10.2012

Fundur norrænu forsætisráðherranna

Norrænu forsætisráðherrarnir funduðu í dag í Helsinki og áttu einnig fund með leiðtogum sjálfstjórnarsvæðanna. Forsætisráðherrarnir ræddu meðal annars samstarf á Norðurslóðum og hindranir sem glíma þarf við þegar flust er milli norrænna ríkja.

Lesa meira

Úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði - 29.10.2012

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur skipað nefnd sem gera á úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði og setja fram tillögur um hvernig styrkja megi stöðu einstaklinga og heimila gagnvart aðilum á fjármálamarkaði sem í atvinnuskyni veita einstaklingum neytendalán.

Lesa meira

Forsætisráðherra til norrænna funda í Helsinki - 29.10.2012

Forsætisráðherra sækir í dag fund Norðurlandanna og Eystrasaltsríkja, sem haldinn er í Helsinki síðdegis.  Á dagskrá fundarins eru m.a. efnahagsmálin í Evrópu, alþjóðamál og samstarf ríkjanna átta á ýmsum vettvangi.

Lesa meira

Nýr ráðgjafi á sviði efnahags- og atvinnumála - 26.10.2012

Ágúst Ólafur Ágústsson, lögfræðingur og hagfræðingur, hefur verið ráðinn til forsætisráðuneytisins sem efnahags- og atvinnuráðgjafi forsætisráðherra og hefur hann störf hinn 1. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Álit umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar Geysir Green Energy ehf.  - 25.10.2012

Forsætisráðuneytið hefur farið yfir álit umboðsmanns Alþingis dagsett 22. október sl. Álitið varðar afskipti íslenskra stjórnvalda í tengslum við sölu Geysir Green Energy ehf. á hlutum þess í HS Orku hf. til Magma Energy Sweden AB. Lesa meira

Styrkir úr Jafnréttissjóði eftir þriggja ára hlé - 24.10.2012

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, við afhendingu styrkja úr Jafnréttissjóði

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, afhenti í dag 5 styrki úr Jafnréttissjóði, samtals 9 milljónir króna. Þetta eru fyrstu styrkveitingarnar úr Jafnréttissjóði í þrjú ár og hefur starfsemi sjóðsins nú verið endurvakin eftir hlé í kjölfar hrunsins.

Lesa meira

Málþing og úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði fyrir árið 2012 - 23.10.2012

Jafnréttissjóður

Forsætisráðherra afhendir styrki úr Jafnréttissjóði á Kvennafrídeginum, miðvikudaginn 24. október. Styrkirnir verða afhentir við athöfn í Rímu á jarðhæð Hörpu kl. 15.

Lesa meira

Fimm milljóna króna styrkur til Fimleikasambands Íslands - 22.10.2012

Fimleikasamband Íslands
Í viðurkenningarskyni fyrir glæsilegan árangur kvenna- og stúlknalandsliða Íslands á Evrópumótinu í hópfimleikum, þar sem bæði liðin unnu til gullverðlauna, hefur ríkisstjórn Íslands ákveðið að veita Fimleikasambandi Íslands fimm milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu, til áframhaldandi uppbyggingarstarfs. Lesa meira

Íslenskt fimleikafólk á sigurbraut - hamingjuóskir - 20.10.2012

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sent kvenna- og stúlknalandsliðum Íslands innilegar hamingjuóskir en bæði liðin unnu til gullverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í Árósum.

Lesa meira

Forsætisráðherra: Breytingar á stjórnarskrá í höndum fólksins - 18.10.2012

„Tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fela í sér mikilvægar umbætur í stjórnskipan landsins. Eigum við að leggja þær tillögur til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Svar mitt við þeirri spurningu er tvímælalaust JÁ, það eigum við að gera. Munum við gera það? Svarið við því er í höndum kjósenda þessa lands næstkomandi laugardag,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, meðal annars í sérstökum umræðum um stjórnarskrármál 18. október 2012.

Lesa meira

Forsætisráðherra ávarpar þing BSRB - 10.10.2012

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði m.a. í ávarpinu að kynbundinn launamunur mælist enn allt of hár og hún hefði vonast eftir meiri og áþreifanlegri árangri. „Þeim árangri skulum við ná.“

Lesa meira

8 milljóna króna stuðningur ríkisstjórnarinnar til frekari björgunaraðgerða - 28.9.2012

Að tillögu forsætisráðherra samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum í dag að verja 8 milljónum króna til björgunarstarfa í kjölfar óveðursins á Norðausturlandi á dögunum. Gert er ráð fyrir að frekari leit og björgun sauðfjár verði skipulögð af hálfu björgunarsveita hið fyrsta. Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum 1. október 2012 - 28.9.2012

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum mánudaginn 1. október 2012, kl. 11.30.

Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með David Miliband - 26.9.2012

Forsætisráðherra og David Miliband

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, átti í dag fund með  David Miliband, fyrrverandi utanríkisráðherra og umhverfisráðherra Bretlands, sem heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands í dag. 

Lesa meira

Auðlindastefnunefnd lýkur störfum - 17.9.2012

Gufuorka

Nefnd forsætisráðherra um stefnumörkun í auðlindamálum ríkisins var sett á fót samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar í maí 2011. Skýrsla nefndarinnar liggur nú fyrir og hefur verið tekin til umfjöllunar í ríkisstjórn.

Lesa meira

Forsætisráðherra færir Íþróttasambandi fatlaðra 4 milljónir króna - 10.9.2012

Jón Margeir Sverrisson, gullverðlaunahafi og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra

Ríkisstjórnin færði í dag Íþróttasambandi fatlaðra fjórar milljónir króna að gjöf í viðurkenningarskyni fyrir glæsileg afrek íslensku þátttakendanna í Ólympíuleikum fatlaðra sem nýlokið er í Lundúnum.

Lesa meira

Ný verkaskipting í Stjórnarráði Íslands - 30.8.2012

Tillögur forsætisráðherra um breytt skipulag Stjórnarráðs Íslands voru staðfestar á fundi ríkisráðs í dag. Breytingar taka gildi 1. september næstkomandi.

Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum 30. ágúst 2012 - 29.8.2012

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum fimmtudaginn 30. ágúst 2012, kl. 14.00.

Lesa meira

Stuðningur Dana við aðildarumsóknina að ESB - 28.8.2012

Kvöldverður til heiðurs danska forsætisráðherranum í Þjóðmenningarhúsinu

„Við höfum átt mjög gott samstarf við Dani og það er mjög ákveðin stefna dönsku stjórnarinnar, meira að segja áréttað í stjórnarsáttmála, að styðja Ísland í sínu samningaferli.“ Sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, þegar hún þakkaði Helle Thorning-Schmidt fyrir stuðning danskra stjórnvalda.

Lesa meira

Fundi forsætisráðherra Danmerkur og Íslands á Þingvöllum lokið - 27.8.2012

Forsætisráðherrar Íslands og Danmerkur á Þingvöllum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók á móti Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, við Hakið á Þingvöllum en hún kom í opinbera heimsókn til landsins á hádegi í dag.

Lesa meira

Opinber heimsókn forsætisráðherra Danmerkur - 21.8.2012

Forsætisráðherrar Íslands og Danmerkur

Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, kemur til landsins í opinbera heimsókn 27. ágúst næstkomandi.

Lesa meira

Breytingar á skipan Stjórnarráðsins - 6.7.2012

Ákveðið hefur verið að áður boðaðar breytingar á skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands taki gildi frá og með 4. september nk. Taka þá til starfa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Lesa meira

Vistheimilanefnd endurskipuð – falið að rannsaka aðbúnað barna með fötlun - 6.7.2012

Forsætisráðuneytið hefur verið með til meðferðar erindi frá Landssamtökunum Þroskahjálp þar sem farið er fram á sérstaka rannsókn á aðbúnaði fatlaðra barna á stofnunum á vegum opinberra aðila á árum áður. Með skipun nefndarinnar nú og afmörkun á verkefni hennar er brugðist við þessu erindi.

Lesa meira

Jafnréttissjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki - 30.6.2012

Jafnréttissjóður

Tilgangur Jafnréttissjóðs er að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðu kvenna og karla og framgangi jafnréttis. Umsóknarfrestur er til 1. september 2012.

Lesa meira

Unnið að nýrri upplýsinga- og samskiptastefnu Stjórnarráðsins - 29.6.2012

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að skipa vinnuhóp sem fær það verkefni að semja drög að upplýsinga- og samskiptastefnu Stjórnarráðsins og að drög að slíkri stefnu verði lögð fyrir ríkisstjórn til umfjöllunar þegar hún liggur fyrir.

Lesa meira

Vel heppnað málþing um auðlindastefnu - 22.6.2012

Ísland

Meginmarkmið heildstæðrar auðlindastefnu er að varanlegur eignar- og yfirráðaréttur þjóðarinnar yfir sameiginlegum auðlindum sínum og arði af þeim verði tryggður.

Lesa meira

Dómur í máli Önnu Kristínar Ólafsdóttur gegn ríkinu – yfirlýsing forsætisráðuneytisins - 20.6.2012

Í tilefni af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í máli Önnu Kristínar Ólafsdóttur gegn íslenska ríkinu sendir forsætisráðuneytið frá sér eftirfarandi yfirlýsingu.

Lesa meira

Ný tæki í baráttu fyrir launajafnrétti kynjanna - 19.6.2012

„Það er mér mikið ánægjuefni að geta í dag, á kvenréttindadeginum 19. júní, ýtt úr vör kynningu á brautryðjendaverki í jafnréttisbaráttunni - nýjum staðli um launajafnrétti kynjanna,“  sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á kynningarfundi um frumvarp til laga um jafnlaunastaðal, en hann var haldinn á Grand Hóteli í dag.

Lesa meira

Málþing um auðlindastefnu - 18.6.2012

Nefnd forsætisráðherra um auðlindastefnu boðar til málþings í Hörpu, föstudaginn 22. júní frá kl. 9 til 12 í salnum Rímu. Á málþinginu mun Arnar Guðmundsson formaður nefndarinnar kynna drög að skýrslu nefndarinnar og helstu tillögur um auðlindastefnu.

Lesa meira

Skýrsla um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi - 12.6.2012

Yfirlitskort yfir þjóðlendur á svæðum 1-7

Forsætisráðherra hefur gefið Alþingi skýrslu um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi.

Lesa meira

Forsætisráðherrar Norðurlandanna: Aukin samvinna á sviði öryggismála og heilbrigðisþjónustu - 11.6.2012

Forsætisráðherrar Norðurlandanna

Lokið er tveggja daga fundi forsætisráðherra Norðurlandanna. Á fundinum var rætt um norræna samvinnu, stöðuna í Evrópu, stöðu velferðarsamfélaganna á Norðurlöndum og alþjóðamál.

Lesa meira

Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna í Noregi - 10.6.2012

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, tekur þátt í forsætisráðherrafundi Norðurlandanna á sunnudag og mánudag. Á fundinum verður rætt um norræna samvinnu, stöðu efnahagsmála á alþjóðavísu, stöðu velferðarsamfélaganna á Norðurlöndum og alþjóðamál.

Lesa meira

Forsætisráðherra afhendir hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs - 7.6.2012

Páll Jakobsson tekur við Hvatningarverðlaunum Vísinda- og tækniráðs úr hendi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra

Dr. Páll Jakobsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands, tók í dag við hvatningarverðlaunum Vísinda- og tækniráðs fyrir árið 2012 úr hendi forsætisráðherra.

Lesa meira

Fundur Eystrasaltsráðsins  – orkuöryggi og hækkandi meðalaldur - 31.5.2012

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra með fráfarandi formanni Eystrasaltsráðsins, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, tók þátt í leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins sem lauk í dag í Stralsund í Þýskalandi. 

Lesa meira

Fjárþörf til brýnna verkefna á gossvæðum á Suðurlandi - 29.5.2012

Ríkisstjórnin samþykki á fundi sínum í dag 139 milljóna króna aukafjárframlög vegna brýnna verkefna á gossvæðum á Suðurlandi í kjölfar eldgosa 2010 og 2011. Ríkisstjórnin hefur með samþykkt þessari lagt til viðbótarfjárveitingar sem nema um 1.424 m.kr. frá því að eldgosa- og hamfarahrinan hófst í maí árið 2010.

Lesa meira

Forsætisráðherra sækir leiðtogafund Eystrasaltsráðsins í Stralsund í Þýskalandi - 29.5.2012

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, tekur þátt í leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins (Council of Baltic Sea States) á miðvikudag og fimmtudag.

Lesa meira

Forsætisráðherra á fundi með framkvæmdastjóra stækkunarmála ESB - 24.5.2012

Forsætisráðherra átti í dag fund með Stefan Füle, framkvæmdastjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í Stjórnarráðinu.

Lesa meira

Rétti tíminn til að nota arðinn til uppbyggingar - 24.5.2012

„Fjárfestingaáætlunin er liður í áframhaldandi sókn eftir efnahagshrunið og ætlað að styðja við efnahagsbata og hagvöxt. Þótt margt hafi áunnist í efnahagsmálum er áfram slaki í efnahagslífinu, sem sést á því að atvinnuleysið er 6-7% og hagvöxturinn er 2,5-3%. Meðan þessi slaki er fyrir hendi er skynsamlegtað verja hluta þeirra fjármuna sem bundnir hafa verið í bönkum og hluta auðlindagjalda til uppbyggingar innviða samfélagsins.“ Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, við upphaf sérstakrar umræðu um fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var 18. maí.

Lesa meira

Forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO - 22.5.2012

Leiðtogafundur NATO í Chicago

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, tók þátt í leiðtogafundi NATO sem hófst á sunnudag í Chicago.  Barack Obama Bandaríkjaforseti var gestgjafi fundarins en Chicago er heimaborg hans.

Lesa meira

Forsætisráðherra sækir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Chicago. - 19.5.2012

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, fer um helgina til Chicago þar sem haldinn verður fundur leiðtoga NATO ríkjanna. Lesa meira

Fjárfestingaáætlun fyrir Ísland 2013-2015 – nýjar áherslur í atvinnumálum - 18.5.2012

Markmið fjárfestingaáætlunar fyrir Ísland (2013-2015) er að styðja við hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi. Áætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og er ætlað að styðja við efnahagsbata og hagvöxt.

Lesa meira

Ráðuneytum fækkað úr tólf í átta - 11.5.2012

Alþingi samþykkti í dag þingsályktunartillögu forsætisráðherra um að styðja fyrirhugaða breytingu á fjölda og heitum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Samþykktin felur það í sér að ráðuneytum mun fækka úr tíu í átta þann 1. september næstkomandi.

Lesa meira

Einfaldari og skilvirkari samskipti landshluta og ríkisins - 8.5.2012

Ríkisstjórnin við undirritun viljayfirlýsingar um Austurbrú
Stofnfundur Austurbrúar, sameinaðra stoðstofnana á Austurlandi, var haldinn á Reyðarfirði í dag. Austurbrú er sjálfseignarstofnun sem verður til við sameiningu Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags Austurlands, Menningaráðs Austurlands og Markaðsstofu Austurlands
Lesa meira

Á annan milljarð króna til framkvæmda og nýsköpunar á Austurlandi - 8.5.2012

Fundur ríkisstjórnar Íslands á Egilsstöðum 8. maí 2012

Ríkisstjórnin hélt reglulegan ríkisstjórnarfund sinn á Egilsstöðum í dag.

Lesa meira

Siðferðileg viðmið og siðareglur Stjórnarráðsins - 4.5.2012

Samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna kynnti í dag fyrstu ársskýrslu sína. Í skýrslunni er farið yfir starf nefndarinnar frá því hún var skipuð haustið 2010 á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands.

Lesa meira

Reglur um mat á hæfni umsækjenda - 2.5.2012

Forsætisráðherra hefur í kjölfar samráðs í ríkisstjórn gefið út reglur um ráðgefandi nefndir sem eiga að meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.

Lesa meira

Ísland 2020 – skýrsla um framvinduna - 26.4.2012

Ísland 2020 – sókn fyrir atvinnulíf og samfélag

Eins og mælt var fyrir í samþykkt ríkisstjórnarinnar um Ísland 2020 hefur forsætisráðuneytið unnið stöðuskýrslu um hvernig miðar í átt að þeirri framtíðarsýn sem þar var sett fram.

Lesa meira

Skoðunarferð í opinberri heimsókn forsætisráðherra Kína og málstofa um jarðhitamál - 21.4.2012

Forsætisráðherrar Íslands og Kína við Gullfoss

Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, fór í dag í skoðunarferð ásamt forsætisráðherra, til Þingvalla, Gullfoss og Geysis.

Lesa meira

Samningar undirritaðir að viðstöddum forsætisráðherrrum Íslands og Kína í dag í Þjóðmenningarhúsi - 20.4.2012

Undirritun samninga í Þjóðmenningarhúsi, utanríkisráðherrar takast í hendur

Í dag voru undirritaðir í Þjóðmenningarhúsi, sex samningar og samkomulög, að viðstöddum forsætisráðherrum Íslands og Kína.

Lesa meira

Fundur forsætisráðherra Íslands og Kína í Þjóðmenningarhúsi í dag - 20.4.2012

Fundur forsætisráðherranna og sendinefnda í Þjóðmenningarhúsi

Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, kom í dag ásamt föruneyti í opinbera heimsókn til Íslands í boði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn starfandi kínversks forsætisráðherra hingað til lands.

Lesa meira

Opinber heimsókn forsætisráðherra Kína til Íslands - 11.4.2012

Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands seinni hluta aprílmánaðar. 

Lesa meira

Þingsályktun um fækkun ráðuneyta lögð fram á Alþingi - 30.3.2012

Forsætisráðherra lagði í dag fram á Alþingi þingsályktunartillögu um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Í henni er leitað eftir stuðningi Alþingis við fyrirhugaðar breytingar á heitum og fjölda ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Lesa meira

Fækkun ráðuneyta og breytt skipan - 21.3.2012

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu ráðherranefndar um stjórnkerfisumbætur varðandi breytingar á heitum og fjölda ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Tillagan er nú til umfjöllunar í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna.

Lesa meira

Auglýsing um framboð og kjör forseta Íslands - 20.3.2012

Forsætisráðuneytið hefur í dag látið birta svofellda auglýsingu um framboð og kjör forseta Íslands:

Lesa meira

Samúðarkveðjur til belgísku þjóðarinnar - 16.3.2012

Forsætisráðherra sendi í gær forsætisráðherra Belgíu, Elio Di Rupo, samúðarkveðjur til belgísku þjóðarinnar, fjölskyldna og aðstandenda þeirra sem fórust í hörmulegu rútuslysi í Sviss á þriðjudag.

Lesa meira

Aukin skilvirkni og sparnaður með sameiningu ráðuneyta - 16.3.2012

Velferðarráðuneytið Tryggvagötu 17

Fyrir rúmu ári voru fjögur ráðuneyti lögð niður og á grunni þeirra stofnuð tvö ný,  innanríkisráðuneyti og velferðarráðuneyti.

Lesa meira

Forsætisráðherra tók í dag á móti Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Danmerkur í Stjórnarráðshúsinu - 6.3.2012

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Danmerkur
 Þau ræddu aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið og stöðu mála, m.a. á evrusvæðinu. Lesa meira

Breytt verklag við sölu ríkisfyrirtækja - 24.2.2012

Starfshópur á vegum forsætisráðherra telur að skýra þurfi mörkin milli markmiða stjórnvalda með sölu ríkisfyrirtækja og faglegrar umsjónar með henni.

Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með fulltrúum landshlutasamtaka um sóknaráætlanir - 23.2.2012

Stýrinet ráðuneyta - Landshlutasamtök - Sveitarfélög

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, átti í dag fund með forsvarsmönnum landshlutasamtaka sveitarfélaga ásamt embættismönnum frá öllum ráðuneytum.

Lesa meira

Japönsk sendinefnd ber kveðju forsætisráðherra Japans og kynnir sér jarðhitanýtingu - 17.2.2012

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og sendinefnd frá Japan, sem leidd er af hópi japanskra þingmanna

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók í morgun á móti sendinefnd frá Japan, sem leidd er af hópi japanskra þingmanna, með þátttöku fulltrúa japanskra fyrirtækja og stofnana.

Lesa meira

Athugasemd vegna samskipta forsætisráðuneytisins og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - 10.2.2012

Þann 21. nóvember 2011 sendu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV)  bréf til forsætisráðuneytisins með ósk um að hitta forsætisráðherra.

Lesa meira

Aldraðir á Íslandi með sérstöðu á vinnumarkaði - 9.2.2012

Forsætisráðherrar á Northern Future Forum

Leiðtogafundi níu forsætisráðherra (Northern Future Forum) lauk í Stokkhólmi í dag. Auk Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra tóku forsætisráðherrar Svíþjóðar, Bretlands, Noregs, Danmerkur, Finnlands, Eistlands, Lettlands og Litháens þátt í ráðstefnunni ásamt sendinefndum viðkomandi landa.

Lesa meira

Forsætisráðherra á leiðtogafundi Northern Future Forum í Stokkhólmi - 7.2.2012

Nú í vikunni hittast forsætisráðherrar níu ríkja norðanverðrar Evrópu á leiðtogafundi í Stokkhólmi. Þeir ætla að miðla af reynslu viðkomandi landa og ræða hvernig vinna megi að varanlegum hagvexti samhliða bráðaaðgerðum gegn fjármálakreppunni sem einkennt hafa Evrópu undanfarin ár.

Lesa meira

Auglýsing um úthlutun á svæði á þjóðlendu fyrir ökugerði - 4.2.2012

Bæjarstjórn Ölfuss hefur auglýst tillögu að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Ölfuss. Samhliða því auglýsir sveitarfélagið deiliskipulagstillögu.

Lesa meira

Ríkisstjórnin þriggja ára - 1.2.2012

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs tók við völdum 1. febrúar 2009 í kjölfar stjórnarslita Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hún hefur því verið við völd í landinu samfellt í þrjú ár.

Lesa meira

Heimsókn þingforseta Svartfjallalands lokið - 27.1.2012

Þingforseti Svartfjallalands í heimsókn

Forseti þjóðþings Svartfjallalands, Ranco Krivokapic, heimsótti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á lokadegi opinberrar heimsóknar sinnar hingað til lands, 26. janúar síðastliðinn. 

Lesa meira

Hagfræðistofnun metur afskriftir fasteignalána - 27.1.2012

Greinargerð um afföll íbúðalána við stofnun nýju bankanna og kostnað við niðurfærslu lána

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur að beiðni forsætisráðherra metið það svigrúm til niðurfærslu fasteignalána sem til varð þegar þau voru færð frá gömlu bönkunum yfir í nýju bankana.

Lesa meira

Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar - 26.1.2012

Jóhann Hauksson

Jóhann Hauksson, blaðamaður, hefur verið ráðinn til forsætisráðuneytisins sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Jóhann er ráðinn samkvæmt lagaheimild með sama hætti og aðstoðarmenn ráðherra. 

Lesa meira

Áfangaskil auðlindastefnunefndar - 24.1.2012

Nefnd um stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum sem forsætisráðherra skipaði í júlí 2011 hefur skilað af sér minnisblaði um stöðu verkefnisins.

Lesa meira

Endurskoðuð þingmálaskrá - 18.1.2012

Samkvæmt þingskapalögum skal ríkisstjórnin við upphaf þings í janúar afhenda forseta Alþingis endurskoðaða áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa.

Lesa meira

Rangfærslur Samtaka atvinnulífsins leiðréttar - 16.1.2012

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar sent Samtökum atvinnulífsins svarbréf þar sem rangfærslur samtakana í bréfi frá 10. janúar sl. eru leiðréttar.

Lesa meira

Skýrsla forsætisráðherra um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar - 16.1.2012

Alþingishúsið við Austurvöll

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, flutti Alþingi munnlega skýrslu sína um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar þegar alþingismenn komu saman til fyrsta fundar eftir jólaleyfi í dag.

Lesa meira

Tímamótafundur í ríkisstjórn í morgun - 3.1.2012

Frá 250. fundi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs

Í morgun var haldinn 250. fundur ríkisstjórnarinnar. Um var að ræða tímamótafund þar sem konur eru nú í fyrsta sinn í meirihluta í ríkisstjórn hér á landi og kona skipar nú í fyrsta sinn embætti fjármálaráðherra.

Lesa meira

Senda grein