Fréttasafn

Áramótaávarp forsætisráðherra 2014 - 31.12.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur áramótaávarp

Áramótaávarp Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, 31. desember 2014.

Lesa meira

Ríkisráðsfundi lokið - 31.12.2014

Ríkisráðsfundi á Bessastöðum 31. desember 2014 er lokið. Á fundinum voru meðal annars endurstaðfestar ýmsar afgreiðslur sem fram höfðu farið utan ríkisráðsfundar.

Lesa meira

Ríkisstjórnin veitir styrk vegna kynningar á íslenskri tónlist í Hollandi - 30.12.2014

ÚTÓN

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita Útón, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, 12 milljóna kr. fjárstyrk af ráðstöfunarfé sínu til að mæta kostnaði vegna þátttöku Íslands á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í janúar nk.

Lesa meira

Ríkisstjórninni  afhent tillaga að stefnumótun um rafbílavæðingu Íslands ásamt aðgerðaáætlun - 30.12.2014

Ríkisstjórnin og fulltrúar Verkfræðingafélags Íslands

Fulltrúar Verkfræðingafélags Íslands afhentu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, tillögur sínar að stefnumótun um rafbílavæðingu Íslands ásamt aðgerðaáætlun og greinargerð. 

Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum 31. desember 2014 - 30.12.2014

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum miðvikudaginn 31. desember n.k. kl. 10.00. Lesa meira

Ávarp forsætisráðherra á málþingi um lýðheilsumál - 16.12.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flutti ávarp á málþing um lýðheilsumál í  Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Þar benti hann á að góð heilsa er eitt af því mikilvægasta í lífi hvers manns - og þekking á heilsu og því hvernig hægt er að bæta heilsu hefur fleygt fram. 

Lesa meira

Málþing um lýðheilsu - 15.12.2014

Haldið verður málþing í Safnahúsinu við Hverfisgötu þann 16. desember 2014, kl. 14:30–16:30 undir yfirskriftinni „Lýðheilsa – Heilsa í allar stefnur. Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða?“ Að málþinginu standa forsætisráðuneytið, Embætti landlæknis og velferðarráðuneytið. Lesa meira

Nýr innanríkisráðherra í heimsókn - 4.12.2014

Innanríkisráðherra og forsætisráðherra

Ólöf Nordal, nýskipaður innanríkisráðherra, átti fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í Stjórnarráðinu í dag að afloknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum þar sem skipun Ólafar var staðfest. 

Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum 4. desember 2014 - 3.12.2014

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum fimmtudaginn 4. desember 2014, kl. 13:00.

Lesa meira

Bætt samræming og upplýsingagjöf, endurskoðun skipulags og aukið vægi siðareglna - 1.12.2014

Sveigjanleiki við skipulag Stjórnarráðsins og stofnana sem undir ráðuneyti heyra verður aukinn með það að markmiði að gera stjórnvöldum betur kleift að bregðast við sífellt auknum og flóknari úrlausnarefnum í samtíð og framtíð. 

Lesa meira

Utanríkisráðherra Kanada í heimsókn - 28.11.2014

Frá heimsókn utanríkisráðherra Kanada

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti nú síðdegis fund með John Baird, utanríkisráðherra Kanada, sem staddur er hér á landi í boði utanríkisráðherra.

Lesa meira

Jólastyrkur til góðgerðarsamtaka - 28.11.2014

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita samtals 8. millj. kr. styrk í tilefni jóla til tíu góðgerðasamtaka sem starfa hér á landi. 

Lesa meira

Áfangaskýrsla um bætta starfshætti eftirlitsstofnana - 19.11.2014

Forsætisráðherra skipaði í júní sl. vinnuhóp sem falið var að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana og meta hvernig viðmið um vandað regluverk og stjórnsýslu eru uppfyllt, með einföldun, samræmi og skilvirkni að markmiði.

Lesa meira

Stefnuráð samþykkt í ríkisstjórn - 18.11.2014

Í dag samþykkti ríkisstjórnin að tillögu forsætisráðherra að fela forsætisráðuneytinu að undirbúa stofnun stefnuráðs innan Stjórnarráðs Íslands. Stefnuráðið hefur það hlutverk að vera samhæfingar- og samráðsvettvangur innan stjórnsýslunnar til að efla og bæta getu hennar til stefnumótunar og áætlanagerðar. Lesa meira

Ungmenni hitta ríkisstjórnina - 18.11.2014

Fjármála- og efnahagsráðherra, forsætisráðherra ásamt ungmennum.

Þann 20. nóvember næstkomandi verður 25 ára afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna haldinn hátíðlegur. Af því tilefni hittu sex ungmenni ríkisstjórnina og ræddu um málefni sem varða sáttmálann og hagsmuni barna. 

Lesa meira

Fundur með varaforseta ráðgjafarþings Kína - 14.11.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra átti nú síðdegis fund með Du Qinglin, varaforseta kínverska ráðgjafarþingsins, en varaforseti þingsins er staddur hér á landi í boði forseta Alþingis. 

Lesa meira

69 þúsund umsóknir  um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána - 10.11.2014

Kynning á niðurstöðum skuldaleiðréttingarinnar

Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra, ásamt verkefnisstjórn um höfuðstólsleiðréttingu, kynntu í dag niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar á fundi í Hörpu. 

Lesa meira

Northern Future Forum haldið á Íslandi árið 2015 - 7.11.2014

Northern Future Forum í Helsinki

Northern Future Forum fundi forsætisráðherra Bretlands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna lauk í Helsinki í dag. Að þessu sinni var sjónum einkum beint að nýsköpun og samkeppnishæfni í menntamálum. Í sendinefnd forsætisráðherra Íslands voru fulltrúar frá Háskóla Íslands, Gagarín, Start-up Energy Reykjavík og Kerecis.

Lesa meira

Forsætisráðherra tekur þátt í  Northern Future Forum - 5.11.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun taka þátt í Northern Future Forum, sem haldið verður í Finnlandi dagana 6.-7. nóvember.

Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir að veittar verði allt að 687 m. kr. til lykilstofnana vegna eldsumbrota - 4.11.2014

Bárðarbunga

Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag voru rædd viðbrögð og aðgerðir vegna eldgossins og jarðhræringanna norðan Vatnajökuls.

Lesa meira

Forsætisráðherra heldur opnunarávarp í Hringborði norðurslóða - 31.10.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur opnunarerindi í Hringborði norðurslóða

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti í dag opnunarerindi í Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið er í Hörpu um helgina, en um 1.400 þátttakendur frá um 40 löndum sækja ráðstefnuna.

Lesa meira

Forsætisráðherra tekur þátt í störfum Norðurlandaráðsþings og ráðherrafundum - 28.10.2014

Norrænir forsætisráðherrar á fréttamannafundi í Stokkhólmi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók þátt í störfum Norðurlandaráðsþings, sem sett var í dag í þinghúsinu í Stokkhólmi. Flutti ráðherra meðal annars ræðu um þróun Norðurlandasamstarfs og tók þátt í þingumræðum.

Lesa meira

Forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþing - 27.10.2014

Norðurlandaráðsþing verður sett á morgun, þriðjudag, í Stokkhólmi og mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra taka þátt í störfum þingsins og ráðherrafundum því tengdu. 

Lesa meira

Framlag til jafnréttis kynjanna heima og heiman - 24.10.2014

Stjórn Jafnréttissjóðs, forsætisráðherra og styrkþegar

Forsætisráðherra flutti í dag, á kvennafrídeginum og degi Sameinuðu þjóðanna, ávarp við árlegt málþing Jafnréttissjóðs og afhenti af því tilefni fjóra styrki til rannsóknarverkefna á sviði jafnréttismála samtals að upphæð 8,6 mkr. 

Lesa meira

Málþingið Kyn og fræði - ný þekking verður til - 21.10.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra

Forsætisráðherra mun úthluta styrkjum til rannsókna á sviði jafnréttismála úr Jafnréttissjóði á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október næstkomandi á morgunverðarmálþingi á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún.

Lesa meira

Páll Þórhallsson tekur við formennsku í stjórnarskrárnefnd - 26.9.2014

Forsætisráðherra hefur skipað Pál Þórhallsson, skrifstofustjóra í forsætisráðuneyti, nýjan formann stjórnarskrárnefndar. Páll tekur við formennsku af Sigurði Líndal, prófessor emeritus, sem nýlega fékk lausn frá störfum að eigin ósk.

Lesa meira

Forsætisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna - 25.9.2014

Í dag hélt forsætisráðherra ræðu á málþingi um vopnaviðskiptasamninginn, sem haldið var til hliðar við allsherjarþing Sameinuðþjóðanna, en Ísland var fyrsta ríkið til að fullgilda samninginn sem hamla mun gegn ólögmætum vopnaviðskiptum og treysta mannréttindi og mannúðarlög frekar í sessi.  Lesa meira

Ræða forsætisráðherra á leiðtogafundi um loftslagsmál - 23.9.2014

Í ræðu sinni fór ráðherra yfir áherslur Íslands í loftslagsmálum, m.a. á sviði jarðhita og landgræðslu. Hvatti forsætisráðherra þjóðir heims til að ganga til liðs við alheimsbandalag á sviði jarðhitanýtingar og tilkynnti um stuðning íslenskra stjórnvalda til sérstakrar jarðhitaáætlunar sem unnin er í samvinnu við Alþjóðabankann. 

Lesa meira

Forsætisráðherra tekur þátt í leiðtogafundi um loftslagsmál og allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York - 22.9.2014

Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál

Til fundarins er boðað af hálfu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í því augnamiði að sporna gegn neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga og varða veginn til Parísar á næsta ári þar sem ætlunin er að ná fram bindandi loftslagssamningi. 

Lesa meira

Ríkisstjórnin tekur fyrir stöðuskýrslu um einfaldara regluverk - 22.9.2014

Á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudaginn var tekin fyrir stöðuskýrsla um einföldun gildandi regluverks. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að einfalda regluverk og er það verkefni sérstaklega tekið upp í núverandi stjórnarsáttmála.

Lesa meira

Sigurður Líndal lætur af störfum í stjórnarskrárnefnd - 16.9.2014

Sigurði færðar þakkir
Sigurður Líndal prófessor emeritus hefur að eigin ósk fengið lausn frá störfum sínum fyrir stjórnarskrárnefnd, vegna aldurs og anna við önnur störf. Sigurður var skipaður formaður nefndarinnar í nóvember 2013.  Lesa meira

Stjórnarskrárnefnd kallar eftir athugasemdum við fyrstu áfangaskýrslu - 12.9.2014

Stjórnarskrárnefnd gaf út sína fyrstu áfangaskýrslu í júní síðastliðnum, í þeim tilgangi að skapa forsendur fyrir samráði og frekari faglegri greiningu áður en lengra er haldið. Gefinn var athugasemdafrestur til 1. október

Lesa meira

Samráðshópur um viðbrögð við náttúruvá skipaður - 10.9.2014

Á fundi sínum í dag ákvað ríkisstjórn Íslands að tillögu forsætisráðherra að skipa samráðshóp fimm ráðuneytisstjóra um viðbrögð við náttúruvá. Hópurinn mun yfirfara fjárþörf og kostnað aðila og einstakra stofnana vegna eldgossins í Holuhrauni og jarðhræringa í og við öskju Bárðarbungu og í Dyngjujökli. 

Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins - 10.9.2014

Á fundinum báru málefni nýliðins leiðtogafundar bandalagsins í Wales hæst, þ.m.t. staða mála í Úkraínu og viðbúnaður bandalagsins í austanverðri Evrópu. Einnig var ástandið í Sýrlandi og Írak til umræðu.

Lesa meira

Ríkisráðsfundi lokið - 8.9.2014

Ríkisráðsfundi á Bessastöðum 8. september 2014 er lokið.

Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum 8. september 2014 - 5.9.2014

Reglulegur fundur ríkisráðs Íslands verður haldinn á Bessastöðum mánudaginn 8. september kl. 11.00. Lesa meira

Þátttaka efld í störfum Atlantshafsbandalagsins - 5.9.2014

Á fundum aðildarríkja fyrr í dag tilkynnti forsætisráðherra um þær fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda að efla þátttöku sína og framlög í þágu eigin varna og Atlantshafsbandalagsins. Hyggjast stjórnvöld fjölga borgaralegum sérfræðingum í störfum bandalagsins og auka fjárframlög í einstök verkefni þess, þ.á m. í Úkraínu.

Lesa meira

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Wales - 3.9.2014

Fáni Atlantshafsbandalagsins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra munu sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn verður í Wales 4.-5. september nk. 

Lesa meira

Breytingar í forsætisráðuneytinu - 1.9.2014

Ákveðið hefur verið að Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, muni fyrst um sinn jafnframt gegna embætti aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og hafa aðstöðu í innanríkisráðuneytinu frá og með deginum í dag, 1. september.   Lesa meira

Ráðherranefnd um lýðheilsumál fer af stað - 29.8.2014

Frá fyrsta fundi ráðherranefndar um lýðheilsumál

Ráðherranefnd um lýðheilsumál hélt sinn fyrsta fund í dag. Stofnun hennar er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands, þar sem kveðið er á um að bætt lýðheilsa og forvarnarstarf verði meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar. 

Lesa meira

Forsætisráðherra heimsækir umboðsmann barna - 28.8.2014

Forsætisráðherra í heimsókn hjá umboðsmanni barna

Embætti umboðsmanns barna heyrir undir forsætisráðuneytið, það vinnur að því að bæta hag barna og unglinga og gætir þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins.

Lesa meira

Málefni dómstóla, lögreglu og ákæruvalds færð undan verksviði innanríkisráðherra - 26.8.2014

Á fundi sínum í dag ákvað ríkisstjórn Íslands að tillögu innanríkisráðherra að færa málefni dómstóla lögreglu og ákæruvalds undan ábyrgðarsviði hennar sem innanríkisráðherra. Sett verður á fót nýtt embætti dómsmálaráðherra í innanríkisráðuneytinu, og mun forsætisráðherra gegna því embætti samhliða störfum sínum sem forsætisráðherra, þar til annað verður ákveðið.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með fulltrúum almannavarna - 18.8.2014

Forsætisráðherra með fulltrúum ríkislögreglustjóra og almannavarna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði í morgun með fulltrúum ríkislögreglustjóra og almannavarna. Þeir kynntu ráðherra þróun mála síðustu sólarhringa og þær viðbragðsáætlanir sem eru í gangi vegna hugsanlegra umbrota í Bárðarbungu.

Lesa meira

Fundur forsætisráðherra og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins - 13.8.2014

Á fundinum var undirbúningur fyrir leiðtogafund bandalagsins í Wales í næsta mánuði til umræðu, þ.m.t. staða mála í Úkraínu og öryggismál í Evrópu. Málefni Afganistan voru  til umfjöllunar sem og öryggishorfur í Mið-Austurlöndum.  Lesa meira

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins heimsækir Ísland - 12.8.2014

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kemur til Íslands á morgun, 13. ágúst, í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Heimsóknin er liður í undirbúningi fyrir leiðtogafund bandalagsins, sem haldinn verður í Wales í september nk. 

Lesa meira

Forsætisráðherra Ísraels sent bréf vegna ástandsins á Gaza - 23.7.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sendi í dag forsætisráðherra Ísraels bréf þar sem komið er á framfæri alvarlegum áhyggjum af stöðu mála á Gaza hvar mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur látið lífið að undanförnu.

Lesa meira

Samið við ráðgjafa um vinnu vegna losunar fjármagnshafta - 9.7.2014

Fjármála- og efnahagsráðuneyti hefur, að höfðu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og stýrinefnd um losun fjármagnshafta, samið við lögmannsstofuna Cleary Gottlieb Steen & Hamilton LLP og ráðgjafafyrirtækið White Oak Advisory LLP um að vinna með íslenskum stjórnvöldum að losun fjármagnshafta. Hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton starfar lögmaðurinn Lee Buchheit sem mun stýra vinnu lögmannsstofunnar í þessu verkefni.

Lesa meira

Vinnuhópur um eftirlitsstofnanir - 7.7.2014

Forsætisráðherra hefur í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar frá 14. apríl sl. skipað vinnuhóp sem hefur það hlutverk að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana og meta hvernig viðmið um vandað regluverk og stjórnsýslu eru uppfyllt, með einföldun, samræmi og skilvirkni að markmiði. 

Lesa meira

Jafnréttissjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki - 5.7.2014

Jafnréttissjóður

Tilgangur Jafnréttissjóðs er að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðu kvenna og karla og framgangi jafnréttis. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst 2014.

Lesa meira

Stýrihópur um framkvæmd EES-samningsins - 3.7.2014

Forsætisráðherra hefur í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum sem samþykkt var í ríkisstjórn 11. mars sl. skipað stýrihóp um framkvæmd EES-samningsins.Staða mála nú er sú að alls eru hátt í 700 lagagerðir sem bíða upptöku í EES-samninginn. Á sama tíma er halli á innleiðingu tilskipana 3,1% og fjöldi óinnleiddra reglugerða með mesta móti þótt tekist hafi að bæta nokkuð úr að undanförnu.

Lesa meira

Um skýrslu Ríkisendurskoðunar vegna úthlutana forsætisráðuneytisins af safnliðum fjárlagaárin 2012-14 - 25.6.2014

Forsætisráðuneytið fagnar úttekt þeirri sem Ríkisendurskoðun birtir í dag um úthlutanir ráðuneytisins á þremur safnliðum vegna fjárlagaáranna 2012-14. Úttektin staðfestir að forsætisráðuneytið fór að lögum við úthlutun styrkja bæði í tíð fyrri ríkisstjórnar, þegar ráðherranefnd um atvinnumál var starfandi, og þegar eftirstöðvum þeirrar fjárheimildar sem ráðherranefndin hafði áður haft aðkomu að var úthlutað í desember 2013. 

Lesa meira

Stjórnarskrárnefnd gefur út sína fyrstu áfangaskýrslu - 24.6.2014

Hlutverk Stjórnarskrárnefndar er að leggja til breytingar á stjórnarskránni, með hliðsjón af þeirri vinnu sem farið hefur fram á undanförnum árum og annarri þróun í stjórnarskrármálum. 

Lesa meira

Forsætisráðherra heimsækir Lúxemborg - 19.6.2014

Í dag hélt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hádegisverð á Húsavík til heiðurs Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar og Daníel prins eiginmanni hennar, sem stödd eru hér á landi í boði forseta Íslands.  Lesa meira

Norrænir leiðtogar funda í Hofi á Akureyri - 27.5.2014

Forsætisráðherrar Norðurlandanna og formenn landsstjórna Grænlands, Færeyja og Álandseyja

Fundi forsætisráðherra Norðurlandanna og formanna landsstjórna Grænlands, Færeyja og Álandseyja lauk nú um hádegisbilið. Fundinn sátu einnig framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar og forseti Norðurlandaráðs. 

Lesa meira

Stjórnarráð Íslands undirritar Jafnréttissáttmála UN Women - 27.5.2014

Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytis, staðfesti sáttmálana fyrir hönd Stjórnarráðsins

Stjórnarráð Íslands undirritaði í dag yfirlýsingu um að fylgja Jafnréttissáttmála stofnunar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women). Þetta er í fyrsta sinn sem öll ráðuneyti eins ríkis undirrita þennan sáttmála í sameiningu.

Lesa meira

Forsætisráðherrar Norðurlandanna funda á Mývatni - 26.5.2014

Forsætisráðherrar Norðurlandanna

Fundi forsætisráðherra Norðurlandanna á Hótel Reynihlíð við Mývatn lauk nú síðdegis. Á fundinum greindi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frá helstu áherslum Íslands í Norrænu ráðherranefndinni, en Ísland gegnir þar formennsku á þessu ári.

Lesa meira

Neyðaraðstoð til Serbíu og Bosníu-Hersegóvínu - 23.5.2014

Á fundi sínum í dag ákvað ríkisstjórn Íslands að veita 5 milljónum króna í neyðaraðstoð vegna flóðanna í Serbíu og Bosníu-Hersegóvínu til viðbótar þeim 3 milljónum króna sem utanríkisráðherra hefur þegar veitt til neyðaraðstoðar í löndunum tveimur.  Lesa meira

Fjölmörg mál afgreidd á ársafmæli ríkisstjórnarinnar - 23.5.2014

Fundur ríkisstjórnar í Ráðherrabústaðnum 23. maí 2014

Ríkisstjórnin fagnaði ársafmæli sínu í dag. Í tilefni þess var fundurinn haldinn í Ráðherrabústaðnum. Fjölmörg mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar. 

Lesa meira

Heimilin í forgang - Vinnu við þingsályktun um skuldavanda heimilanna lokið - 23.5.2014

Í lok júní 2013 samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Nú tæpu ári síðar er búið að samþykkja lög eða koma málum í farveg í tengslum við öll verkefni þingsályktunarinnar. 

Lesa meira

Framlög til vísinda og nýsköpunar efld verulega - 22.5.2014

Stefna og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2014-2016

Á fundi Vísinda- og tækniráðs, sem haldinn var í dag, var samþykkt aðgerðaáætlun sem ætlað er að styðja við og efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og gagnsæja nýtingu opinbers fjár. 

Lesa meira

Fundir forsætisráðherra Norðurlandanna við Mývatn og á Akureyri - 22.5.2014

Mývatn

Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna verður haldinn við Mývatn 26. maí nk. í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Á fundinum verða norræn málefni, þ.á.m. formennska Íslands í Norrænu ráðherranefndinni, til umfjöllunar en einnig efnahagsmál og stjórnmálaþróun í Evrópu. 

Lesa meira

Samstarfssamningur um undirbúning framkvæmda í Finnafirði undirritaður í Ráðherrabústaðnum - 20.5.2014

Frá undirritun samstarfssamnings um undirbúning framkvæmda í Finnafirði

Formlegur samstarfssamningur Bremenports, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps og verkfræðistofunnar EFLU var undirritaður í dag. 

Lesa meira

Forsætisráðherra þakkar starfsmönnum Ríkisskattstjóra - 19.5.2014

Forsætisráðherra óskar ríkisskattstjóra til hamingju með vel unnið verk

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heimsótti í dag embætti Ríkisskattstjóra og kynnti sé móttöku umsókna vegna Leiðréttingarinnar hjá embættinu.

Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir um skuldaleiðréttingu  - 19.5.2014

Leiðréttingin

Í gær var opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu á höfuðstólslækkun verðtryggðra lána. Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2014 og verða niðurstöður birtar í haust.

Lesa meira

Vinna hafin við afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum - 9.5.2014

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun framhald vinnu við afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum. Skýrsla sérfræðihóps um afnám verðtryggingar af neytendalánum var birt í lok janúar. Síðan þá hefur verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála haft tillögur meirihluta og minnihluta nefndarinnar til skoðunar. 

Lesa meira

Safnahúsið fær aftur sitt gamla heiti - 5.5.2014

Safnahúsið

Safnahúsið við Hverfisgötu, áður Þjóðmenningarhúsið, hefur nú fengið sitt gamla nafn aftur. Breytingin er gerð í samræmi við ákvörðun forsætisráðherra um að heimila Þjóðminjasafninu að taka aftur upp hið fyrra heiti, það er Safnahúsið við Hverfisgötu/Arnarhól.

Lesa meira

Fundur með forsætisráðherra Hollands - 25.4.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra átti nú síðdegis fund með Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands í Rotterdam. Á fundinum voru tvíhliða samskipti landanna rædd, þ.m.t. eftirmálar Icesave deilunnar og endurgreiðslur úr þrotabúi gamla Landsbankans. 

Lesa meira

Árangur og bjartsýni haldast í hendur. - 3.4.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði ársfund Samtaka atvinnulífsins í dag.

Lesa meira

Blár apríl hjá Stjórnarráðinu - vitundarvakning um einhverfu - 2.4.2014

Stjórnarráðshúsið baðað bláu ljósi

Um heim allan taka fyrirtæki og stofnanir þátt í vitundarvakningu um einhverfu með því að baða byggingar sínar í bláu ljósi í apríl. 

Lesa meira

Nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins - 28.3.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Jens Stoltenberg

Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, en fastaráð bandalagsins komst samhljóða að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag.

Lesa meira

Ríkisstjórnin styrkir afmælishátíð Hallgríms Péturssonar  - 20.3.2014

Hallgrímur Pétursson

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita allt að 6 milljónum króna vegna viðburða 2014 og 2015 til að minnast þess að fjórar aldir eru liðnar frá fæðingu Hallgríms Péturssonar prests og sálmaskálds.

Lesa meira

Fjallað um aukna möguleika á samvinnu milli Íslands og Kanada - 7.3.2014

Forsætisráðherra ávarpaði í gær Efnahags- og þróunarráð Edmonton í Kanada. Í ræðu sinni fjallaði ráðherra um umhverfi fjárfestinga og viðskipta á Íslandi og aukna möguleika á samvinnu milli Íslands og Kanada í kjölfar bættra flugsamgangna.

Lesa meira

Fundur forsætisráðherra með Alison Redford forsætisráðherra Albertafylkis í Kanada - 6.3.2014

Frá fundi forsætisráðherra með Alison Redford forsætisráðherra Albertafylkis

Á fundinum voru ræddir möguleikar á aukinni samvinnu Íslands og Kanada, og Albertafylkis sérstaklega, í kjölfar beinna flugsamgangna, en Icelandair opnaði í gær beina flugleið til Edmonton, höfuðborgar fylkisins. 

Lesa meira

Forsætisráðherra leiðir viðskiptasendinefnd til Edmonton - 5.3.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun dagana 5.-8. mars nk. heimsækja Albertafylki í Kanada í tengslum við fyrsta flug Icelandair til Edmonton, höfuðborgar fylkisins. Lesa meira

Ráðherranefnd um lýðheilsumál sett á laggirnar - 4.3.2014

Forsætisráðherra stýrir nefndinni, í samræmi við reglur um starfshætti ráðherranefnda en auk hans eiga heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra fast sæti í nefndinni. 

Lesa meira

Ríkisstjórnin styrkir upptöku og sýningar á íslensku óperunni Ragnheiði - 4.3.2014

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita 3 milljónum kr. af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til upptöku á íslensku óperunni „Ragnheiði“.  Lesa meira

Rauður kjóll fyrir ríkisstjórnina - 21.2.2014

Frá afhendingunni í morgun

Í upphafi ríkisstjórnarfundar í morgun mættu fulltrúar frá ,,GoRed samtökunum" í Stjórnarráðshúsið til að fræða ráðherra um málefnið og afhenda þeim merki samtakanna sem er rauður kjóll. 

Lesa meira

Starfsfólk forsætisráðuneytisins og forsætisráðherra taka þátt í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins   - 6.2.2014

Lífshlaupið - Heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

Í ráðleggingum Landlæknisembættisins um hreyfingu er fullorðnum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 30 mínútur á dag.

Lesa meira

Aðgerðir til að styðja við verðlagsstöðugleika kynntar í ríkisstjórn - 31.1.2014

Með kjarasamningi sem undirritaður var þann 21. desember sl. og tekinn til atkvæðagreiðslu nú í janúar vildu samningsaðilar ná samstöðu um að rjúfa vítahring verðbólgunnar. Lesa meira

Lagðar til verulegar skorður á notkun verðtryggingar sem fyrsta skref að afnámi - 23.1.2014

Sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánum, sem forsætisráðherra skipaði þann 16. ágúst 2013, hefur skilað skýrslu sinni. Í skýrslu hópsins er lagt til að frá og með 1. janúar 2015 verði tekin veigamikil skref í átt að fullu afnámi verðtryggingar nýrra neytendalána.

Lesa meira

Viðskiptatækifæri á norðurslóðum - 21.1.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hélt í morgun opnunarerindi á morgunverðarfundi um viðskiptatækifæri á norðurslóðum.

Lesa meira

Málefni norðurslóða á oddinn - 14.1.2014

Norðurslóðir

Ráðherranefnd um málefni norðurslóða fundaði í dag í fyrsta skipti, en nefndin var sett á fót í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira

Nauðsynlegt að rjúfa vítahring verðbólgunnar - 10.1.2014

Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, sem undirritaðir voru í desember sl., var lögð áhersla á að skapa forsendur fyrir auknum kaupmætti launatekna á grunni aðferðafræði sem sannað hefur gildi sitt á öðrum Norðurlöndum á undanförnum áratugum. Lesa meira

Þekkir einhver fólkið á myndunum? - 10.1.2014

09 Kona í peysufötum með ungar stúlkur

Fyrir skömmu barst forsætisráðherra tölvupóstur frá Armin Handler, búsettum í Ungverjalandi. Með póstinum fylgdu tæplega 50 myndir frá Íslandi. 

Lesa meira

Senda grein