Fréttasafn

Áramótaávarp forsætisráðherra 2015 - 31.12.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur áramótaávarp

Áramótaávarp Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, 31. desember 2015.

Lesa meira

Ríkisráðsfundi á Bessastöðum 31. desember 2015 er lokið - 31.12.2015

Á fundinum voru endurstaðfestar ýmsar afgreiðslur sem fram höfðu farið utan ríkisráðsfundar.

Lesa meira

Viðbragðshópur vegna ástandsins á Austurlandi - 30.12.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að kallaður verði sem fyrst saman hópur ráðuneytisstjóra, fulltrúa almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, Viðlagatryggingar og fleiri aðila til að fara yfir þá stöðu sem skapast hefur á Austurlandi vegna ofsaveðurs sem þar hefur gengið yfir. 

Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum - 30.12.2015

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum fimmtudaginn 31. desember n.k. kl. 10.00.

Lesa meira

Skipan Vísinda- og tækniráðs til næstu þriggja ára - 23.12.2015

Forsætisráðherra hefur skipað Vísinda- og tækniráð til næstu þriggja ára. Vísinda- og tækniráð starfar skv. lögum nr. 2/2003 og hefur m.a. það hlutverk að marka stefnu stjórnvalda á sviði vísinda- og tæknimála til þriggja ára í senn.

Lesa meira

Sterkara samfélag á Norðurlandi vestra - 18.12.2015

Ríkisstjórn Íslands samþykkti í morgun að styrkja innviði, atvinnulíf og samfélag á Norðurlandi vestra með margvíslegum aðgerðum. Markmiðið með þeim er að skapa þjóðhagslegan ávinning og aðstæður svo góðum framtíðarstörfum á svæðinu fjölgi.

Lesa meira

Forsætisráðuneytinu færð frímerki að gjöf í tilefni 100 afmælis þjóðfánans 2015 - 14.12.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tekur við gjöfinni. Með honum á myndinni eru þeir Vilhjálmur Sigurðsson, forstöðumaður hjá Íslandspósti,  og Hörður Lárusson, grafískur hönnuður

Aldarafmæli íslenska fánans var fagnað þann 19. júní sl. og í tilefni þeirra merku tímamóta gaf Íslandspóstur úr frímerki með þjóðfánanum og smáörk með frímerki sem sýnir fánanefndina frá 1913. 

Lesa meira

Parísarsamkomulagið í höfn - 12.12.2015

Nýtt samkomulag í loftslagsmálum náðist í París í dag og var samþykkt með lófataki. Í samkomulaginu er í fyrsta sinn kveðið á um að öll ríki skuli bregðast við til þess að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga og tryggja umtalsvert fjármagn til grænna lausna og aðstoð við ríki sem verða verst úti í breytingum.

Lesa meira

Jólastyrkur til góðgerðarsamtaka - 11.12.2015

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita samtals 9. milljónir kr. styrk í tilefni jóla til tíu góðgerðasamtaka sem starfa hér á landi.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með framkvæmdastjórum UNESCO og OECD í París - 2.12.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti fund í gær með Irena Bokova, framkvæmdastjóra Menningarmálastofnunar SÞ (UNESCO), þar sem rætt var m.a. það mikilvæga starf sem UNESCO vinnur að, ekki síst við verndun hverskyns minja á heimsvísu.

Lesa meira

Forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna - 30.11.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpar fund þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu SÞ í París

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP21) hófst í dag með fundi þjóðarleiðtoga í París. Rauður þráður í ávörpum þjóðarleiðtoga var vilji til að ná metnaðarfullu framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum á Parísarfundinum, sem tæki gildi árið 2020 þegar öðru tímabili Kýótó bókunarinnar lýkur.

Lesa meira

Forsætisráðherra sækir leiðtogafund um loftslagsmál í París - 30.11.2015

Merki COP21

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, tekur þátt í leiðtogafundi 21. aðildarríkjaþings loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP21, Conference of Parties) sem haldinn er í París í dag. 

Lesa meira

Vefsíður Stjórnarráðs Íslands í eðlilegt horf - 28.11.2015

Vefsíðum Stjórnarráðs Íslands var lokað í gærkvöldi í kjölfar álagsárásar sem virðist hafa verið skipulögð erlendis frá. Umrædd árás beindist að netþjónum vefja ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands en engin gögn voru í hættu. 

Lesa meira

Bréf forsætisráðherra til borgarstjórans í Reykjavík varðandi uppbyggingu á Stjórnarráðsreit - 27.11.2015

Forsætisráðherra hefur í dag ritað borgarstjóranum í Reykjavík svohljóðandi bréf varðandi uppbyggingu á Stjórnarráðsreit. 

Lesa meira

Verkefnastjóri vinnur að eflingu lýðheilsu með ráðherranefnd - 26.11.2015

Una María Óskarsdóttir

Una María Óskarsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu og mun starfa með ráðherranefnd um lýðheilsu, en efling lýðheilsu er eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar. 

Lesa meira

Sextán verkefni í sóknaráætlun í loftslagsmálum - 25.11.2015

Frá blaðamnnafundi þar sem sóknaráætlun í loftslagsmálum var kynnt. Á myndinni má sjá Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra, Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra og Sigmund Davíð

Ríkisstjórn Íslands kynnti í dag sóknaráætlun í loftslagsmálum til þriggja ára, sem er ætlað er að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum til að raunverulegum árangri verði náð til að minnka nettólosun. 

Lesa meira

Gripið verður til aðgerða til að styðja við byggð í Grímsey - 17.11.2015

Grímsey séð úr lofti

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að grípa til samþættra aðgerða til að styðja við byggð í Grímsey. 

Lesa meira

Forsætisráðherra sendir samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásanna í París - 14.11.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur sent Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, samúðarkveðjur frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna í París í gær. 

Lesa meira

Forsætisráðherra heimsótti varðskipið Tý á Möltu - 13.11.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ásamt Einari H. Valssyni skipherra á varðskipinu Tý

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, heimsótti í gær íslenska varðskipið Tý sem liggur við bryggju í Valletta á Möltu, en varðskipið sinnir nú gæslu og björgunarstörfum á Miðjarðarhafi fyrir FRONTEX.

Lesa meira

Forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund um fólksflutninga í Valletta - 12.11.2015

Í dag lauk veggja daga leiðtogafundi um fólksflutningavandann, sem haldinn var í Valletta á Möltu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, tók þátt í fundinum  ásamt um 60 öðrum leiðtogum Evrópu- og Afríkuríkja. 

Lesa meira

Efling millilandaflugs á landsbyggðinni - 12.11.2015

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið, að tillögu forsætisráðherra, að fela iðnaðar- og viðskiptaráðherra að hefja undirbúning að stofnun Markaðsþróunarsjóðs og Áfangastaðasjóðs með það að markmiði að koma á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með framkvæmdastjóra EASO - 11.11.2015

Forsætisráðherra og framkvæmdastjóri EASO

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði í dag í Valletta með framkvæmdastjóra EASO, Stuðningsskrifstofu Evrópu í málefnum hælisleitenda (European Asylum Support Office) og fékk kynningu á starfsemi og verkefnum stofnunarinnar. 

Lesa meira

Forsætisráðherra sækir leiðtogafund í Valletta um fólksflutninga og flóttamenn - 10.11.2015

Valletta Summit 2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sækir leiðtogafund 11. og 12. nóvember  í  Valletta á Möltu þar sem fjallað verður um fólksflutninga og flóttamannavandann (Valletta Summit on Migration).  

Lesa meira

Ríkisstjórnin styrkir Skáksambandið vegna Evrópumóts landsliða í skák - 3.11.2015

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita Skáksambandi Íslands styrk að upphæð 2 milljónir kr. af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til að standa straum af kostnaði við lokahóf Evrópumóts landsliða í skák. 

Lesa meira

Tvíhliða fundur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Aksel V. Johannesen lögmanns Færeyja - 30.10.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Aksel V. Johannesen lögmaður Færeyja

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra átti í gær tvíhliða fund með Aksel V. Johannesen lögmanni Færeyja. Á fundi sínum fóru þeir yfir góð samskipti landanna. 

Lesa meira

Tvíhliða fundur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og forsætisráðherra Finnlands - 30.10.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Juha Petri Sipilä forsætisráðherra Finnlands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra átti í gær tvíhliða fund með Juha Petri Sipilä forsætisráðherra Finnlands. Á fundi sínum ræddu ráðherrarnir góð samskipti og samstarf landanna, á viðskiptasviðinu en einnig á sviði alþjóða- og öryggismála. 

Lesa meira

Úthlutað úr Jafnréttissjóði til rannsókna á sviði kynja- og jafnréttisfræða - 29.10.2015

Styrkhafar ásamt forsætisráðherra

Á kvennafrídaginn, 24. október sl. var úthlutað sex  styrkjum til rannsókna á sviði kynja- og jafnréttisfræða  úr Jafnréttissjóði. Sjóðurinn starfar á vegum forsætisráðuneytisins og afhenti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson styrkina sem numu alls 15,3 mkr.

Lesa meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson setur Northern Future Forum - 29.10.2015

Laimdota Straujuma forsætisráðherra Lettlands, David Cameron forsætisráðherra Bretlands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands og Taavi Rõivas forsætisráðherra Eistlands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, setti í morgun málþing, Northern Future Forum, sem nú fer fram í Reykjavík. Þar er rætt um vöxt og viðgang skapandi greina og nýsköpun í opinberum rekstri í þeim tilgangi að auka gæði opinberrar þjónustu.  

Lesa meira

Tvíhliðafundur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Davids Cameron - 28.10.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og David Cameron forsætisráðherra Bretlands ræðast við

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra átti í dag tvíhliða fund með David Cameron forsætisráðherra Bretlands. 

Lesa meira

Forsætisráðherra tekur þátt í störfum Norðurlandaráðsþings og ráðherrafundum - 28.10.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heldur ræðu á Norðurlandaráðsþingi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók í gær og í dag þátt í störfum Norðurlandaráðsþings, sem sett var í gær í Hörpu. Flutti ráðherra meðal annars ræðu um norrænt samstarf og tók þátt í þingumræðum. 

Lesa meira

Þátttaka forsætisráðherra í störfum Norðurlandaráðsþings - 27.10.2015

Norðurlandaráð

Norðurlandaráðsþing verður sett í dag, þriðjudag, í Hörpu og mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra taka þátt í störfum þingsins og ráðherrafundum því tengdu. Á upphafsdegi þingsins mun forsætisráðherra taka þátt í þemaumræðu forsætisráðherranna um norrænt samstarf. 

Lesa meira

Níu forsætisráðherrar og 80 sérfræðingar ræða skapandi greinar og nýsköpun í opinberum rekstri - 26.10.2015

Forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands koma saman í Reykjavík nú í vikunni, í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 

Lesa meira

Settur forsætisráðherra samþykkir tillögu Minjastofnunar - 22.10.2015

Ljósmynd sýnir verkamenn að störfum við gerð hafnargarðsins við Austurbakka

Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra í málinu, hefur fallist á tillögu Minjastofnunar Íslands frá 24. september sl. um að friðlýsa í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina Austurbakka 2 í Reykjavík. 

Lesa meira

Breytingar á skipulagi forsætisráðuneytisins - 20.10.2015

Forsætisráðherra undirritaði í dag breytt skipurit forsætisráðuneytisins. Með breytingunum er tryggt að skipulagið endurspegli forystu-, verkstjórnar- og samræmingarhlutverk forsætisráðuneytisins þvert á önnur ráðuneyti og markmiðið er að þær leiði til hagræðingar.

Lesa meira

Kyn og fræði: Ný þekking verður til - 20.10.2015

Jafnréttissjóður

Jafnréttissjóður býður til málþings þar sem styrkjum ársins 2015 verður úthlutað. Kynntar verða niðurstöður rannsókna sem hlutu styrki 2014. Málþingið verður haldið á Kvennafrídeginum, degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október 2015 kl. 11-13 í Iðnó.

Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir að skoða stofnun sérstaks hamfarasjóðs - 20.10.2015

Ríkisstjórn Íslands hefur að tillögu forsætisráðherra samþykkt að fela umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að stýra starfshópi sem geri tillögur um stofnun sérstaks hamfarasjóðs. 

Lesa meira

Ríkisstjórnin styrkir sýningar á óperunni Baldursbrá - 20.10.2015

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita 1,5 milljón króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til að styrkja sýningu á ævintýraóperunni Baldursbrá, sem hlotið hefur lofsamlega dóma. 

Lesa meira

Breytt tillaga hóps kröfuhafa Glitnis hf. vegna stöðugleikaframlags - 20.10.2015

Hópur kröfuhafa Glitnis hf. hefur lagt til breytingar á fyrri tillögu sinni, sem sett var fram með bréfi 8. júní sl., um stöðugleikaframlag Glitnis til ríkisins í tengslum við heildstæða áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta sem kynnt var sama dag.

Lesa meira

Forsætisráðherra heldur lokaerindi í Hringborði Norðurslóða - 18.10.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur lokaerindi í Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle í Hörpu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti í dag lokaerindi í Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið hefur verið í Hörpu um helgina, en um 2000 þátttakendur frá um 50 löndum sækja ráðstefnuna.

Lesa meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundar með forseta Frakklands - 16.10.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Francois Hollande, forseti Frakklands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti í dag fund með Francois Hollande, forseta Frakklands, sem staddur er hér á landi í tengslum við Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle ráðstefnuna.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundaði með formanni landstjórnar Grænlands og forsætisráðherra Quebecfylkis í Kanada - 15.10.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Kim Kielsen, formaður landstjórnar Grænlands

Forsætisráðherra átti í dag fund með Kim Kielsen, formanni landstjórnar Grænlands, þar sem ræddir voru möguleikar á enn frekara samstarfi Íslands og Grænlands, m.a. á sviði mennta- og heilsugæslumála. Einnig var farið yfir tækifæri til aukinnar samvinnu landanna í ferðamálum og fullnýtingu sjávarafurða.

Lesa meira

Níu þjóðarleiðtogar hittast í Reykjavík - 12.10.2015

Forsætisráðaherrar Bretlands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hafa þekkst boð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, um þátttöku í málþinginu Northern Future Forum í Reykjavík 28. og 29. október næstkomandi. Þetta verður í fyrsta sinn á lýðveldistímanum sem forsætisráðherra Bretlands heimsækir Ísland.

Lesa meira

Heildarlisti yfir stefnur og stefnumótandi áætlanir - Bætt yfirsýn - 7.10.2015

Í febrúar 2015 tók stefnuráð Stjórnarráðsins til starfa. Í ráðinu sitja sérfræðingar úr öllum ráðuneytum í stefnumótun og áætlanagerð. Stefnuráðið hefur það hlutverk að vera samhæfingar- og samráðsvettvangur innan stjórnsýslunnar til að efla og bæta getu hennar til stefnumótunar og áætlanagerðar. 

Lesa meira

Forsætisráðherrafundir Norðurlandanna í Helsingör og Marienborg - 2.10.2015

Forsætisráðherra Íslands mun sækja fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem verður haldinn 2.-3. október í Helsingör og Marienborg í boði Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. 

Lesa meira

Forsætisráðherra ávarpaði leiðtogafund Ban Ki-moon um flóttamannavandann og fólksflutninga - 1.10.2015

Forsætisráðherra Íslands með flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (UNCHR) eftir fund þeirra í gær

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp í gær á leiðtogafundi í boði Ban Ki-moon aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um aukna og árangursríkari samvinnu um flóttamannavandann og fólksflutninga í tengslum við ný heimsmarkmið.

Lesa meira

Forsætisráðherra tekur þátt í leiðtogafundi um valdeflingu kvenna í höfuðstöðvum SÞ - 27.9.2015

Forsætisráðherra var meðal þjóðarleiðtoga sem stýrðu leiðtogafundinum og flutti þar ávarp.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók í dag þátt í leiðtogafundi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í New York, sem boðað var til vegna 20 ára afmælis Peking yfirlýsingar og framkvæmdaáætlunar um réttindi og valdeflingu kvenna.

Lesa meira

Forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um ný heimsmarkmið - 27.9.2015

Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um ný heimsmarkmið.

Forsætisráðherra ávarpaði í gær leiðtogafund aðildarríkja SÞ þar sem samþykkt voru ný heimsmarkmið allra 193 aðildarríkja SÞ um sjálfbæra þróun. Forsætisráðherra fagnaði samþykkt nýrra heimsmarkmiða og kvað þau vera til marks um kraft alþjóðlegrar samvinnu.

Lesa meira

Forsætisráðherra tekur þátt í leiðtogafundi um ný sjálfbær þróunarmarkmið og allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York - 24.9.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun á morgun taka þátt í leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem til stendur að samþykkja ný sjálfbær þróunarmarkmið, alls sautján talsins, ásamt pólitískri yfirlýsingu og áætlun um framkvæmd og eftirfylgni.

Lesa meira

2 milljörðum króna varið í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur - 19.9.2015

Ríkisstjórn Íslands mun leggja til við Alþingi að 2 milljörðum króna verði varið í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur á þessu ári og því næsta til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna straums flóttamanna frá Sýrlandi.

Lesa meira

Forsætisráðherra skipar nefnd sem geri tillögur um einföldun leyfisveitinga og eftirlits - 18.9.2015

Í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga hefur forsætisráðherra í dag skipað samstarfsnefnd með aðilum vinnumarkaðarins um starfshætti eftirlitsstofnana. 

Lesa meira

Samráð um tillögu að breytingum á lögum um menningarminjar - 15.9.2015

Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um menningarminjar á yfirstandandi þingi. Meðfylgjandi drög eru afrakstur vinnu undanfarna mánuði þar sem farið hefur verið yfir athugasemdir sem ráðuneytinu hafa borist. 

Lesa meira

Bætt aðgengi og aukin hagkvæmni með sameinuðum vef Stjórnarráðsins - 10.9.2015

Bætt þjónusta við notendur og aukin hagkvæmni eru helstu markmið í vinnu sem hafin er og miðar að því að hleypa um mitt næsta ár af stokkunum nýjum og sameinuðum vef allra ráðuneyta. 

Lesa meira

Velferð byggð á efnahagslegum styrk - 8.9.2015

Forsætisráðherra flytur stefnuræðu við upphaf 145. löggjafarþings

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti í kvöld stefnuræðu sína við upphaf 145. löggjafarþings. Í ræðunni kom fram að efnahagsleg staða Íslands hefur styrkst mikið að undanförnu. 

Lesa meira

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum - 4.9.2015

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum mánudaginn 7. september næstkomandi kl. 11.00.

Lesa meira

Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda sett á laggirnar - 1.9.2015

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra,  að sett verði á fót ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra munu eiga fast sæti í nefndinni.

Lesa meira

Forsætisráðherra heimsækir Fjallabyggð - 29.8.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mun heimsækja Fjallabyggð síðdegis í dag og hitta þar heimamenn og kynna sér aðstæður á vettvangi.

Lesa meira

Viðbragðshópur vegna ástandsins í Fjallabyggð kallaður saman - 28.8.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að kallaður verði saman hópur ráðuneytisstjóra og fulltrúa viðeigandi stofnanna til að fara yfir þá stöðu sem skapast hefur á Siglufirði og í Ólafsfirði vegna óvenju mikillar rigningar undanfarna daga. Lesa meira

Ríkisstjórnin styrkir KKÍ - 25.8.2015

A-landsliðs karla í körfubolta, fulltrúar KKÍ og forsætisráðherra

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að styrkja Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) vegna þátttöku A-landsliðs karla á lokamóti Evrópukeppninnar í körfubolta.

Lesa meira

Ríkisstjórnin skipar vinnuhóp til að skoðar vanda Grímseyinga - 20.8.2015

Grímsey séð úr lofti

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að settur verði á laggirnar vinnuhópur sem skoði stöðu Grímseyjar í samvinnu við aðgerðahóp á vegum Akureyjarbæjar. 

Lesa meira

Samráðsvettvangur tekur til starfa - 17.8.2015

Settur hefur verið á laggirnar samráðsvettvangur stjórnvalda og hagsmunaðila á Rússlandsmarkaði vegna þeirrar stöðu sem upp er komin upp í viðskiptasamskiptum Íslands og Rússlands. 

Lesa meira

Sigmundur Davíð ræddi við Dmitry Medvedev - 14.8.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti í dag símafund með Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. Ráðherrarnir ræddu þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í samskiptum ríkjanna.

Lesa meira

30 ár liðin frá stofnun Vestnorræna ráðsins - 10.8.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, heldur í dag til Færeyja í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá stofnun Vestnorræna ráðsins. 

Lesa meira

Heildarfriðlýsing Hvanneyrar - 11.7.2015

Forsætisráðherra undirritaði í dag skjal til vitnis um heildarfriðlýsingu Hvanneyrar í Borgarbyggð og markar friðlýsingin tímamót í sögu hús- og minjaverndar á Íslandi. Er þetta í fyrsta skipti hér á landi sem heildarfriðlýsing ákveðinnar byggðar á sér stað.

Lesa meira

Forsætisráðherra fundaði með forvígismönnum Evrópusambandsins - 10.7.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Donald Tusk forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, fundaði í gær í Brussel með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og í morgun með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs sambandsins.

Lesa meira

Forsætisráðherra í heimsókn til Brussel - 9.7.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mun eiga fundi með forvígismönnum Evrópusambandsins í Brussel síðar í dag og á morgun.

Lesa meira

Ný lög um verndarsvæði í byggð - 2.7.2015

Alþingi hefur í dag samþykkt frumvarp forsætisráðherra um verndarsvæði í byggð. Með lögunum er í fyrsta sinn á Ísland mælt með skýrum og heildstæðum hætti fyrir um í lögum um heimild til að vernda byggðarheildir og þannig lagður grundvöllur að því að menningarsögulegt og listrænt gildi einstakra bæjarhluta sé verndað um ókomin ár.

Lesa meira

Breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands samþykktar - 1.7.2015

Alþingi hefur samþykkt frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Með breytingum gefst færi á að ráðast í úrbætur á skipulagi og starfi Stjórnarráðsins.

Lesa meira

Jafnréttissjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki - 1.7.2015

Jafnréttissjóður

Á vegum forsætisráðuneytisins er starfræktur sérstakurrannsóknarsjóður, Jafnréttissjóður. Tilgangur hans er að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðukvenna og karla og framgangi jafnréttis. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 23. ágúst 2015.

Lesa meira

Stefna í almannavarna- og öryggismálum samþykkt - 24.6.2015

Stefna í almannavarna- og öryggismálum ríkisins 2015–2017 var samþykkt í morgun á fundi almannavarna- og öryggismálaráðs og í framhaldinu skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður ráðsins, undir stefnuskjalið. 

Lesa meira

Ríkisstjórnin minntist afmælis kosningaréttar kvenna á fundi sínum í morgun og samþykkti fimm ára áætlun um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð - 19.6.2015

Á þessu ári minnast Íslendingar þess að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur og verkamenn fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis.

Lesa meira

Ísland á meðal 10 þjóða sem leiða IMPACT hóp HeForShe - 18.6.2015

HeForShe

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er einn tíu þjóðarleiðtoga sem leiða nýtt verkefni HeForShe, svokallað IMPACT 10x10x10's en tilkynnt var í dag hvaða ríki fara fyrir verkefninu. 

Lesa meira

Dagur til að gleðjast - 17.6.2015

„Flestir geta líklega sammælst um að 17. júní sé dagur til að gleðjast. Við höldum hátíð og gleðjumst yfir því að vera hluti af þeirri margbreytilegu stórfjölskyldu sem kallar sig Íslendinga. Þannig snýst dagurinn líka um samheldni, hann minnir okkur á að við séum öll einn hópur, hópur með sameiginlega sögu og menningu og hópur sem tekst í sameiningu á við raunir og tækifæri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í upphafi ávarps síns á Austurvelli í dag.

Lesa meira

Ríkisstjórnin fjallaði um einfaldara regluverk og málþing OECD um efnið í vikunni - 16.6.2015

Ríkisstjórnin ræddi á fundi sínum í dag stöðu mála varðandi einföldun regluverks. Á málþingi sem forsætisráðuneytið heldur í samstarfi við OECD fimmtudaginn 18. júní nk. verður rætt um hvernig tryggja megi árangur af slíkri viðleitni til lengri tíma. 

Lesa meira

Framkvæmdastjóri Evrópuráðsins í Stjórnarráðshúsinu - 9.6.2015

Framkvæmdastjóra Evrópuráðsins eftir fund með forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra

Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra, funduðu í sameiningu með Thorbjørn Jagland, framkvæmdastjóra Evrópuráðsins í morgun. 

Lesa meira

Heildstæð aðgerðaáætlun til losunar fjármagnshafta - 8.6.2015

Ráðherrar kynna losun fjármagnshafta

Ríkir almannahagsmunir krefjast þess að losun fjármagnshafta nái fram að ganga án þess að efnahagslegum og fjármálalegum stöðugleika sé ógnað. Markmið fyrirliggjandi áætlunar byggist á því meginsjónarmiði að höftum verði lyft í áföngum án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar.

Lesa meira

Einfalt og vandað regluverk: Hvernig má tryggja árangur til lengri tíma? - 29.5.2015

Forsætisráðuneytið efnir í samstarfi við OECD til alþjóðlegs málþings um einföldun regluverks að morgni 18. júní næstkomandi á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík. 

Lesa meira

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði - 29.5.2015

Ríkisstjórn Íslands samþykkti í dag ráðstafanir í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Aðgerðirnar eru í 11 liðum og lúta að ýmsum sviðum skatta- og velferðar- og húsnæðismála sem og úrbótum á sviði hagstjórnar og opinberra fjármála. 

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með fjármálaráðherra Póllands - 27.5.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og fjármálaráðherra Póllands, Mateuz Szczurek

Á fundinum ræddu ráðherrarnir m.a. góð samskipti Íslands og Póllands og stöðu efnahagsmála hér á landi og í Póllandi. Einnig voru málefni Úkraínu rædd og samskipti Íslands og Evrópusambandsins. 

Lesa meira

Stjórnarráð Íslands lokað vegna útfarar Halldórs Ásgrímssonar - 27.5.2015

Vegna útfarar Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, verður Stjórnarráð Íslands lokað eftir hádegi fimmtudaginn 28. maí. Lesa meira

Útför Halldórs Ásgrímssonar - 22.5.2015

Útför Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, fer fram á vegum ríkisins næstkomandi fimmtudag 28. maí kl. 13:00, frá Hallgrímskirkju. Lesa meira

Forsætisráðherra styður þjóðarátak - 21.5.2015

Félög fólks með taugasjúkdóma og mænuskaða á Íslandi funduðu með forsætisráðherra í Stjórnarráðinu á miðvikudag, til að vekja athygli á þjóðarátakinu „Stattu með taugakerfinu“.  

Lesa meira

Halldór Ásgrímsson látinn - 19.5.2015

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er látinn, 67 ára að aldri. Halldór sat á Alþingi í 31 ár og gegndi ráðherraembætti í rúm 19 ár.

Lesa meira

Ríkisstjórnin styrkir hátíðarhöld vegna kjörs Vigdísar Finnbogadóttur - 15.5.2015

Ríkisstjórnin samþykki í morgun að veita 4 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til hátíðardagskrár sem haldin verður á Arnarhóli sunnudaginn 28. júní nk. Hátíðin er haldin í tilefni þess að hinn 29. júní 2015 verða 35 ár liðin frá sögulegu kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands.  Lesa meira

Forsætisráðherra ræðir norðurslóðir og stöðu smáríkja í Sviss - 7.5.2015

Pallborðsumræður um stöðu smáríkja í heiminum á ráðstefnu í St. Gallen háskólanum í Sviss

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, tók í dag þátt í pallborðsumræðum um stöðu smáríkja í heiminum á ráðstefnu í St. Gallen háskóla í Sviss.

Lesa meira

Forsætisráðherra í heimsókn til Sviss og Liechtenstein - 5.5.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mun heimsækja Sviss og Liechtenstein dagana 6.-8. maí nk. Ráðherra mun taka þátt í ráðstefnu undir yfirskriftinni „Proudly Small“ í St. Gallen háskóla og halda þar ræðu um málefni norðurslóða. 

Lesa meira

Forsætisráðuneytið krefst frekari skýringa frá Hreint ehf. - 30.4.2015

Forsætisráðuneytið gerir í öllum tilvikum skýra kröfu um að verktakar sem selja ráðuneytinu þjónustu eða vörur hlíti lögum og uppfylli í hvívetna skyldur gagnvart starfsfólki sínu. Það á m.a. við um verktakasamning ráðuneytisins við fyrirtækið Hreint ehf. sem í gildi hefur verið frá árinu 2006.

Lesa meira

Mælt fyrir þjóðlendufrumvarpi - 29.4.2015

Búrfell og Þjófafoss

Forsætisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. 

Lesa meira

Ríkisstjórnin styrkir Evrópumót landsliða í skák sem haldið verður hér á landi í nóvember - 28.4.2015

Skáksamband Íslands

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að veita Skáksambandi Íslands fjárstyrk að upphæð 25 milljónir kr. af ráðstöfunarfé sínu til að standa straum af kostnaði við Evrópumót landsliða í skák.

Lesa meira

Fánalögum breytt - 22.4.2015

Íslenski fáninn

Forsætisráðherra hefur nú mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Í frumvarpinu er lagt til að rýmkaðar verði heimildir til notkunar á íslenska þjóðfánanum við markaðssetningu vöru og þjónustu sem er íslensk að uppruna. 

Lesa meira

Skýr heimild til verndunar byggðarheilda og hverfa - 22.4.2015

Forsætisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um verndarsvæði í byggð. Í framsöguræðu sinni á Alþingi sagði ráðherra nauðsynlegt að heimild til verndunar á byggðarheildum og hverfum væri skýr í lögum.

Lesa meira

Aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs á fleygiferð - 20.4.2015

Stefna og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2014-2016

Forsætisráðherra gerði grein fyrir stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs á Alþingi í dag þegar hann svaraði fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur þar um. 

Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkti aukin framlög vegna Holuhrauns - 17.4.2015

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, á grundvelli tillögu samráðshóps ráðuneytisstjóra, að veita þeim stofnunum sem unnið hafa að vöktun, viðbúnaði og mælingum vegna Holuhrauns og eldsumbrotanna norðan Vatnajökuls aukin fjárframlög að upphæð 448,7 milljónir kr. árið árið 2015.

Lesa meira

Möguleikar til áframhaldandi kaupmáttaraukningar eru miklir - 16.4.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði ársfund Samtaka atvinnulífsins í dag. Í ræðu sinni ræddi forsætisráðherra þróun og horfur á vinnumarkaði. 

Lesa meira

Fundur forsætisráðherra og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins - 16.4.2015

Fundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, lauk nú upp úr hádegi, en Stoltenberg er staddur hér á landi í fyrstu heimsókn sinni í embætti framkvæmdastjóra. Lesa meira

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins heimsækir Ísland - 15.4.2015

Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson og Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kemur til Íslands á morgun, 16. apríl, í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,  forsætisráðherra. 

Lesa meira

Möguleikar á fjölgun lendingarstaða í millilandaflugi kannaðir - 31.3.2015

Ríkisstjórnin hefur að tillögu forsætisráðherra samþykkt að skipa starfshóp sem fær það hlutverk að kanna hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum.

Lesa meira

Afhenti skýrslu um endurbætur á peningakerfinu - 31.3.2015

Frosti Sigurjónsson, alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. 

Lesa meira

60% tilkynna ekki verðhækkanir - 30.3.2015

Sérfræðinganefnd á vegum Stjórnarráðsins leggur til, að seljendur verði skyldaðir til að tilkynna verðhækkanir á samningsbundinni vöru og þjónustu með góðum fyrirvara enda séu sjálfvirkar verðhækkanir oft framkvæmdar án þess að raunverulegur kostnaðarauki búi að baki.

Lesa meira

Rýmri heimildir til notkunar á þjóðfánanum - 25.3.2015

Heimildir til notkunar á íslenska þjóðfánanum við markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu eru rýmkaðar í lagafrumvarpi sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi.  Lesa meira

Samræmingarnefnd sett á fót - 24.3.2015

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að sett verði á fót ráðherranefnd, samræmingarnefnd, er fjalli m.a. um stjórnarfrumvörp sem fyrirhugað er að leggja fyrir Alþingi og varða eða geta haft áhrif á málefnasvið fleiri en eins ráðherra. 

Lesa meira

Hagsmunamat Íslands á norðurslóðum til umsagnar - 17.3.2015

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kemur fram að meginmarkmið íslenskrar utanríkisstefnu sé að gæta hagsmuna lands og þjóðar á alþjóðavettvangi og að unnið skuli að því að Ísland verði leiðandi afl á norðurslóðum og virkur þátttakandi í vestnorrænu starfi. 

Lesa meira

Stjórnarráðið verði ávallt eftirsóttur vinnustaður - 13.3.2015

Frá Stjórnarráðsdeginum 2015

Aukið samstarf milli ráðuneyta, samræming og ímynd stjórnsýslunnar var meðal þess sem rætt var á Stjórnarráðsdeginum, sem haldin var í fyrsta sinn á dögunum.

Lesa meira

Frumvarp um verndarsvæði í byggð samþykkt í ríkisstjórn - 11.3.2015

Frumvarpinu er ætlað að stuðla að vernd og varðveislu byggðar innan þéttbýlis og byggðarkjarna utan þéttbýlis vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis. Frumvarpið er unnið í forsætisráðuneytinu í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. 

Lesa meira

Forsætisráðherra lék fyrsta leikinn í skákmaraþoni Hróksins til styrktar sýrlenskum flóttabörnum - 6.3.2015

Forsætisráðherra leikur fyrsta leikinn í skákmaraþoni Hróksins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lék í morgun fyrsta leikinn fyrir Hrafn Jökulsson í skákmaraþoni Hróksins, sem stendur yfir í Hörpu.

Lesa meira

Fagmennska og samhugur einkenndi viðbrögðin - 2.3.2015

Eldgosinu í Holuhrauni er nú lokið, eftir að hafa staðið í 180 daga. Í tilefni af goslokunum hefur forsætisráðherra ritað grein, þar sem hann þakkar þeim fyrir sem stóðu vaktina frá því í ágúst í fyrra.

Lesa meira

Origami fuglar á ríkisstjórnarborðið - 27.2.2015

Origami fugl

Ráðherrar í ríkisstjórn Ísland fengu í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag afhentan hvatningargrip, í formi handbrotins fugls úr origami pappír í fallegri öskju. Tilgangurinn var að vekja athygli á samstarfsverkefni sem nefnist Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana. 

Lesa meira

Tillögur að stefnumótun og aðgerðaráætlun í lýðheilsumálum - 24.2.2015

Frá fundi ráðherranefndar um lýðheilsumál

Ráðherranefnd um lýðheilsumál, sem skipuð er forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, fundaði í gær í forsætisráðuneytinu um tillögur verkefnisstjórnar og lýðheilsunefndar.

Lesa meira

Þurfum sameiginlega að viðhalda stöðugleikanum - 24.2.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði hádegisverðarfund Félaga viðskipta- og hagfræðinga í dag. Tilefni fundarins var 25 ára afmæli Þjóðarsáttarsamninganna svokölluðu. 

Lesa meira

Þjóðminjasafnið afhendir Háskóla Íslands gömlu Loftskeytastöðina - Húsið verður aldargamalt í ár og því friðað - 18.2.2015

Forsætisráðherra, rektor Háskóla Íslands og þjóðminjavörður undirrita samning um gömlu Loftskeytastöðina

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður undirrituðu í gær samning um að Þjóðminjasafn Íslands afhendi Háskóla Íslands gömlu Loftskeytastöðina við Brynjólfsgötu 5 til afnota.

Lesa meira

Símtal við forsætisráðherra Danmerkur - 16.2.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ræddi í dag símleiðis við Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur.

Lesa meira

Afnám fjármagnshafta er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar - 12.2.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði Viðskiptaþing

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands í dag.

Lesa meira

Japanskir blaðamenn kynna sér endurnýjanlega orkugjafa á Íslandi - 6.2.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ræðir við hóp japanskra blaðamanna í Ráðherrabústaðinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ræddi við hóp japanskra blaðamanna í Ráðherrabústaðinum í dag, en blaðamennirnir eru staddir hér á landi  til að kynna sér meðal annars endurnýjanlega orkugjafa og sérþekkingu Íslands á því sviði. 

Lesa meira

Forsætisráðherra og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi ræða samskipti Íslands og Bandaríkjanna - 4.2.2015

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og forsætisráðherra

Á fundinum voru margþætt samskipti Íslands og Bandaríkjanna til umræðu, meðal annars viðskipti og fjárfestingar milli landanna sem hafa aukist á umliðnum árum, sem og fjöldi bandarískra ferðamanna hingað til lands.

Lesa meira

Tilkynning frá forsætisráðherra í tilefni þess að 70 ár eru frá frelsun útrýmingabúðanna í Auscwitz - 27.1.2015

„Um leið og við minnumst fórnarlamba Helfararinnar og liðinna hörmungaratburða skulum við hafa hugfast hversu mikilvægt það er að sá lærdómur sem menn draga af sögunni gleymist ekki.“

Lesa meira

Ráðherranefnd um jafnréttismál úthlutar 10 milljónum úr framkvæmdasjóði jafnréttismála - 23.1.2015

Þrír af ráðherrum í ráðherranefnd um jafnréttismál

Ráðherranefnd um jafnréttismál úthlutaði í dag 10 milljónum króna úr framkvæmdasjóði jafnréttismála til verkefna á vegum ráðuneyta. 

Lesa meira

Samstaða með Frökkum - 11.1.2015

Vegna fréttaflutnings af boði til íslenskra stjórnvalda um þátttöku fulltrúa Íslands í samstöðugöngu í París í dag vill forsætisráðuneytið árétta eftirfarandi:

Lesa meira

Stjórnvöld og læknar taka höndum saman um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins  - 8.1.2015

Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrita sameiginlega yfirlýsingu

Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. 

Lesa meira

Forsætisráðherra fundar með sendiherra Frakklands - 8.1.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Philippe O´Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti í hádeginu fund með Philippe O´Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi, og kom formlega á framfæri samúðarkveðjum frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París. 

Lesa meira

Heimilisiðnaðarfélagið í heimsókn - 7.1.2015

Forsætisráðherra og fulltrúar Heimilisiðnaðarfélagsins

Góðir gestir komu í heimsókn í forsætisráðuneytið í dag. Fulltrúar Heimilisiðnaðarfélagsins mættu prúðbúnir á fund forsætisráðherra og kynntu starf félagsins.

Lesa meira

Senda grein