Fréttasafn

Forsætisráðherra fjallar um stofnun nýs þjóðaröryggisráðs á fundi Varðbergs

10.2.2017

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti ávarp á fundi Varðbergs í Norræna húsinu 9. febrúar 2017 – sem haldinn var undir yfirskriftinni „Þjóðaröryggisráð – ný viðhorf í utanríkismálum“.

Forsætisráðherra fjallaði um stöðu alþjóðamála og kvað ýmislegt áhugavert vera að gerast á þeim vettvangi - vissulega væru að einhverju leyti óvissutímar - sem fela í sér bæði tækifæri og áskoranir. Hann fjallaði um hina stóru mynd öryggis- og varnarumhverfis Íslendinga, þjóðaröryggisstefnu og nýstofnað þjóðaröryggisráð og vinnu við uppsetningu þess.

Þá vék forsætisráðherra stuttlega að tveimur málum sem hafa  verið ofarlega á baugi á undanförnum mánuðum: ákvörðun Bretlands um útgöngu úr Evrópusambandinu og kjöri Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna.  Forsætisráðherra svaraði spurningum fundarmanna að loknu ávarpi.

Erindi á fundi Varðbergs um Þjóðaröryggisráð

Til baka Senda grein