Hoppa yfir valmynd
9. janúar 2004 Forsætisráðuneytið

Þjóðhátíðarsjóður 2004

Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2004.

Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977, sbr. auglýsingu nr. 673 frá 12. september 2000 um staðfestingu á breytingu á skipulagsskrá fyrir Þjóðhátíðarsjóð, er tilgangur sjóðsins ,,að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf.

Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau."

Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2004. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Nálgast má umsóknareyðublöð á veffanginu www.sedlabanki.is Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar,

Sigfús Gauti Þórðarson, í síma 5699600.

Reykjavík, 29. desember 2003.

ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum